Draupnir - 01.05.1903, Page 121
DRAUPNIR.
153
„Því er nú miður, ábóti sæll, að ég hefi
ekki byrjað þenna Drottins dag eins guðræki-
lega og ég hefði átt að gera, því ég hefði átt
að snúa bænum mínum í auðmýkt til sankti
Maríu minnar blessaðrar! en eg gerði það með
gremju og hafði ekkert nema klögumál að bera
fram fyrir himnanna drottningu----------„Klögu-
mál", endurtók ábóti, „í þeim gerum við oss
öll sek fyr eða síðar á lífsleiðinni. En hvað er
þér helzt til ama?“ Hún sagði honum það
helzta af því, sem hún var að klaga yfir. — A-
bóti sagði:
„Jón þinn er gæddur sjaldgæfum gáfum og
trúðu mér, hann kemst hærra en égeða nokkr-
ir af frændum hans, hafa komist". „Þá verður
hann að breyta stefnu sinni, ábóti sæll! því ég
skoða það ólán að seilast of hátt eftir því, sem
ekki er hægt að ná, án þess að jafna veginn
fyrir sér á einn eða annan hátt; hann getur ef
til vill verið vel fallinn til að verða prestur —
og það höfðum við Ari sálugi ætlað okkur að
láta hann verða — en við dauða hans hlaut sú
ályktun að breytast og nú eru engin líkindi til
að hann geti náð þeirri menntun, sem til þess
þarf — nema hann afli sér fulls verksvits, —
svo hann við langvinna stritvinnu geti bæði
staðið straum af okkur og aukið við nám sitt,
því við fátæklingarnir höfum ekki á annað að
treysta". „Fullt verksvit hefur hann sannar-