Draupnir - 01.05.1903, Page 131
DRAUPNIR.
163
Hann hvarflaði nú huga til föðursins. „Skyldi
hann ekki vita um hagi mína?“ hugsaði hann,
„og skyldi hann ekki bera mig þar fram á bæn-
arörmum sínum, sem vildi mér svo vel meðan
hann lifði — jú, hann hlýtur að biðja fyrir mér
og ótal englaskarar með honum — ó, að ég nú
væri horfinn til hans“. Þessar hugrenningar tóku
hann svo föstu haldi, að andi hans eins og yfir-
gaf bústað sinn, og hann mælti fyrir munni sér
um leið og hann horfði upp í alstirndan himin-
inn:
Um hæðanna glóandi geim
guðvonarfánanum veifum,
fagnandi flýt ég mér heim,
úr fátækrar náttúru reifum.
Hásætis hníg ég að skör,
hrifinn af útvaldra kjörum
með englum, sem eru í för, —
orðin mér deyja á vörum.
Skjótur vindblær fór þá yfir andlit hans í sama
vetfangi, og fór að hlaða valkesti úr bleikum
laufum, sem lágu unnvörpum í kringum viðinn
og 'vöktu hann upp af hæðahugleiðingunum.
Hann sagði:
Válegur vindgustur frá,
víkur þér, háfleygi andi,
hæðamynd hnuggin sér brá
hraðfleyg að draumanna landi.
Horfin er himins þér lind,