Draupnir - 01.05.1903, Page 132
164
DRAUPNIR.
horfin er unaðarljómi,
en öndin í armæðu og synd
eymda sér veltir í grómi.
Þá hvarflaði hugur hans aftur að sögu viðarins,
hann óx þarna eftir því sem sagan sagði, upp
af brjóstum systkina, sem höfðu fallið fyrir ó-
leyfilegri ást og voru dysjuð þarna í brunahraun-
inu. „Skyldi Guð þá ekki geta eins vel gróð-
ursett jarðveg á brunahrauni vonaminna", hugs-
aði hann. „Jú“. —
Armæður, eymdir og föll
árla þó fengi’ ég að arfi,
og hauðurs og hæðanna öfl
höndum að verki því starfi.
Mistur það roiklast ei þeim,
megn vinda þaggað sem getur,
og himins um háfleygan geim
hnöttunum takmörkin setur.
Nú var orðið nokkuð hvasst, en tunglsbirt-
an og fegurðin var hin sama. Hann settist upp,
fól andlitið í höndum sínum og hugsaði: „Mér
er nær að hneigja bænir mínar til sankti Maríu
minnar, og biðja hana um árnaðarorð sitt", og
samstundis kraup hinn fátæki hugumstóri ung-
lingur á kné undir viðnum og ákallaði sankti
Maríu heitt og innilega, og sankti Jóhannes skír-
ara, hét að gefa ölmusur, auðga kirkjur og klaust-
ur og að yrkja til sankti Maríu mörg lofkvæði,
ef hann losaðist úr dróma örbirgðarinnar, og í