Draupnir - 01.05.1903, Page 141
DRAUPNIR. ■ 173
Maríu og hinum heilaga Jóhannesi skírara í sam-
einingu.
Skömmu seinna flutti Jón Arason að Þverá,
eins og ábóti hafði lofað móður hans. Þar var
hann látinn taka þátt í ýmsum verkum, sem við
komu andlegu stéttinni, og hann tók skjótum
framförum og ávann sér hylli yfirboðara sinna.
Svona liðu fram stundir.
Elín hokraði á Grýtu eftir sem áður með
tilsjón og styrk ábóta. Þau mæðginin fundust
oft, en lítt féll á með þeim, þó það væri á íárra
viti, af því þau höfðu svo lítið saman aðsælda,
en menn héldu, að það myndi helzt koma til af
því, að þau höfðu í sumu tilliti líka skapsmuni.
Þau voru bæði stórhuga og ráðrík, og vildu þá
hvort um sig ráða yfir hinu. En Elín leit þó
til upphefðar hans með innri fullnægju og gleði,
því hún vissi, að ef hann kæmist að mannvirð-
ingum þá yrði sagt: „Hann er sonur Elínar
Magnúsdóttur", og með því fengi hún sinn skerf
af tign hans.
Eins og sagt hefur verið að framan, hefir
mikil breyting orðið víðsvegar á landinu, og
þegar stundir liðu, fór hin eftirlifandi kynslóð
að spinna þræðina, hver einstaklingur á sinn
hátt, í forlagavef ókomna tímans.
Stefán biskup í Skálholti hafði margt fyrir