Draupnir - 01.05.1903, Side 146
178
DRAUPNIR.
stúka út úr henni með litlum glerglugga á, í
henni voru klausturskjölin varðvei.tt. Því í þá
daga voru klaustrin auðug af latínskum og grísk-
um vísinda- og guðfræðisbókum og skinnbréf-
um, sem ekki einungis þénuðu kirkjum og klaustr-
um, heldur voru þar margskonar önnur vísindi,
kirkjuréttir, réttarbætur, fornsögur og yfir höf-
uð að tala allt, sem menntun þá og nútímans
studdist og styðst við. Ábótastofan var þokka-
leg en viðhafnarlaus. Stórt svart krossmark úr
tré og líkneski Maríu meyjar stóðu á þar til
gerðum stöllum í veggnum og bekkir og tveir
hægindastólar gagnskornir með skinnsetum stóðu
sinn hvoru megin við borðið. Þetta var
allt skrautið. Einar ábóti sat nú í öðrum stóln-
um og studdi hönd undir kinn, eins og hann
væri í djúpum og sorglegum hugleiðingum. Þá
áttaði hann sig, dró skúffu út úr borðinu og
tók upp úr henni sendibréf, og fór að lesa það
í annað eða þriðja sinn, braut það þá saman,
lét það aftur í skúffuna og sagði við sjálfan sig:
„Gottskálk er þá ekki fyr orðinn biskup á Hól-
um, en hann sýnir sig líklegan til að tendra þann
eld, sem Ólafur frændi hans kveikti. Ég von-
aði þegar ég var með að kjósa hann, að hann
myndi miðla málum, en ég sé nú, að ég hef
þar farið illa villt. Ég hélt að Hvassafellsmál-
ið hefði dáið út með Bjarna, en biskup þessi
er ekki fyr kominn af skipsfjöl, en hann fer að