Menntamál - 01.12.1938, Qupperneq 20
82
MENNTAMÁL.
ritleikninnar, þyrftu engir að óttast það, að skriftin yrði
bf kerfisbundin og' einhliða, eða þvinguð, þvi að mögu-
leikarnir lil fjölbreytni stal’a og slíls eru svo miklir innan
þessara marka, að engin bœtta er á, að persónueinkenni
einstaklinganna biðu tjón við.
Nú gæti legið nærri að varpa því fram, að einfaklasta
leiðin til þess að samræma skriftina í skólum landsins
væri notkun forskriftarbóka. En nú eru gerðir forskriftar
margar til, einnig hér á landi, svo að samræmi í kennslu
fengist ekki þeirra vegna, nema þá lielzt með því að taka
eitt kerfi út úr og lögbjóða það, en banna hin öll. Að
mínu álili kemur þessi leið ekki til mála, i fyrsta lagi vegna
þess, að ég þekki ekkert forskriftarkerfi svo gott, að ég
telji, að ]iað ætti svo ótvíræðan forgangsrétt, og í annan
stað eru prentaðar forskriftir út af fyrir sig dauður bók-
stafur, og einkum á það við um koparstunguskriftina,
nema því aðeins, að kennarinn kunni stílinn, geti skrifað
hann sjálfur, og liafi hann svo leikandi létl á valdi sínu, að
bann geti kennt hann öðrum og látið nemendurna skilja
til hlítar eðli Iians, byggingu og ásigkoinulag. En ég ]>ori
að fullyrða, að kennarar yfirleitt, með örfáum undantekn-
ingum, eru ekki færir um að kenna skrift vel eftir þeim
forskriftarbókum, sem hér tíðkast mest. Einmitt og fyrst
og fremst vegna þess, að þeir kunna ekki þá skrift sjálfir
og geta ekki sýnt og útskýrt hana nógsamlega fyrir börn-
unum. Aðferðin við „kennsluna“ er svo venjulega sú,
að vandanum er varpað yfir á börnin, forskriftarbækur
eru lagðar fyrir þau, þeim er sagt að skrifa textann og
þau hvött til að láta stafina vera eins og fyrirmyndirnar,
án frekari skýringa frá kennaranum. Afleiðingarnar eru
misjafnar. Einslaka börn geta fengið góða rithönd, ]>ó að
þetta lag sé viðhaft. Önnur fá seina og kræklulega hönd,
er þau bafa náð með skilningslausri eftiröpun. Og enn
önnur gela orðið svo að segja óskrifandi, vegna þess, að
þau liafa tapað öllu sjálfstrausti í viðureigninni við þessi