Menntamál - 01.12.1938, Síða 47
MENNTAMÁL
109
Lítil óvarkárni i hugsun eða óvandvirkni í verki — þarf
eigi meira en illa sett strik eða staf, eða illa skrifaðan staf
getur valdið miklu óþari'a erfiði og sárum vonbrigðum.
Þar gerist engin þörf áminningar frá kennarans hálfu.
Þessi tamning i vandvirkni og tieiðarleik er áreiðan-
lega miklu meira virði skapgerð manna, en utanaðkunn-
átta langrar bókar um siðfræði.
Auk þessarra óijeinu mæta stærðfræðinnar, að hún er
hentust allra námsgreina til að temja og þroska skynsemi
manna og fleiri mikilsverða eiginleika, á hún einnig sin
beinu mæti.
Hún iá mátt til að hrífa hugi manna með hreinleik sín-
um og fegurð, og hefir því sjálf göfgandi listrænt gildi.
Þau mæti stærðfræðinnar eru þó ekki öllum föl, fremur
en mæti annarra lista.
Allir vita að notagildi stærðfræðinnar er mikið. Ég
hefi nú bent á að menntagildi hennar er engu minna, svo
að einnig þar er hún meðal fremstu greina. En jiað er eins
mcð stærðfærðina, og aðrar greinar, að gildi þeirra, fvrir
In ern einstakling, er mjög kennslunni háð.
Hjátrúin á sérgáfur og sérhæfni manna er all útbreidd
og liefir mörgu illu valdið. Um það þarf fátt að ræða hér.
Stærðfræðin þarf að vísu á alhliða gáfum að halda
ef til vill í ríkara mæli en nokkur önnur grein, en hún get-
ur hagnýtt sér að fullu og jafnan þroskað hverja
eina grein mannlegrar hugsunar, og er fjarst því allra
greina að vera „sérgáfunni“ liáð.
Hitt er víst — og ])að verðum við kennarar að vita —
að ef hörnin geta ekki fengið áliuga á náminu, er ekki
góðs árangurs að vænta, og vakni óbeit á einhverri
námsgrein eru góðar framfarir útilokaðar.
Flest börn eiga erfitt með að einbeita liuganum að af-
mörkuðu viðfangsefni um lengri tima. Það þurfa j)au þó
auðvitað að læra, og það kennir stærðfræðin þeim, en
meðan sú kunnátta er ekki til, má einnig komast að stærð-