Menntamál - 01.12.1949, Síða 3

Menntamál - 01.12.1949, Síða 3
menntamál XXII. 3. NÓV.—DES. 1949 SigurSur GuSmundsson skólameistari. MINNINGARORÐ. Enginn mun hafa talið það með ólíkindum, að dagur Sig- urðar Guðmundssonar skólameistara mundi senn að kvöldi kominn, er hann lét af embætti hart nær sjötugur að aldri. Að vísu hafði hann átt yfir mikilli lífsorku að búa, en hann hafði einnig neytt hennar óspart. En þó að andláts- fregn hans hafi ekki þurft að koma mönnum á óvart og hún flytji okkur ekki annað en eðlileg lífssannindi, eig- um við vinir hans samt ekki fullauðvelt með að sætta okkur við það, að hann sé horfinn okkur sjónum, okkur finnst, að einhver djúpur og sterkur dráttur hafi máðst út úr svip samtíðarinnar, að eitthvað sé orðið lágkúrulegra kringum okkur en áður var, að heilbrigð og þróttmikil rödd hafi þagnað, rödd, sem vakti okkur til íhugunar um þann vanda, sem lífið færir okkur að höndum, og leitaðist við að kenna okkur að greina kjarna frá hismi. Sigurður Guðmundsson var fæddur á Æsustöðum í Langadal í Iiúnavatnssýslu 3. sept. 1878. Foreldrar hans voru Guðmundur Erlendsson bóndi þar og síðar hrepp- stjóri í Mjóadal og kona hans Ingibjörg Erlendsdóttir. Kann ég eigi að rekja ættir hans lengra né heldur hvað hann hefur í arf tekið úr „ættanna kvnlegu blandi." Þó

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.