Menntamál - 01.12.1949, Side 20
142
MENNTAMÁL
Hvað eiga börnin og unglingarnir að taka sér fyrir hend-
ur, þegar svo er búið að þeim ? Oftlega leiðast þau út í götu-
sollinn eða lenda í beinu slarki, verða reykingum og áfeng-
isnautn að bráð. Þau leita niður á bryggjurnar og í ná-
munda við þær, svo þroskavænlegt sem það umhverfi er,
að ekki sé minnzt á þær freistingar, sem birgðaskemmur
hafa að bjóða nú í vöruþurrðinni. Þá eru nýju bílarnir
fagurgljáandi á bolinn, sem standa í röðum við göturnar
og ginna og tæla strákana, sem lifa og hrærast í vélum.
Að lokum má nefna þann vanda, sem okkur er á höndum
vegna krakkanna, sem eru sífellt að leik á fjölförnum
götum og í námunda við þær.
Húsnæðisvandræðin urðu ekki sízt til þess að glæða
skilning þeirra, sem skólamálunum stjórna, á nauðsyn þess
að nota það húsnæði skólanna, sem laust er síðara hluta
dags, í þágu barnanna í öðru skyni en til beinnar kennslu.
Skólana skorti að vísu tilfinnanlega ýmis skilyrði og tæki
til slíkra hluta, og við mörg skólahúsanna var verið að
vinna að viðgerðum og endurbótum, en það var samt mik-
ið gagn að þessu húsrými til tómstundastarfa barnanna.
En mundu börnin færa sér þetta í nyt? Mundi það koma
að nokkuru gagni að stofna til starfsemi í því skyni að
temja þeim betri meðferð á frítíma sínum núna eftir
styrjöldina?
Veturinn 1946—1947 voru gerðar tilraunir í þessum
tilgangi í smáum stíl þó við skólana á Bjölsen og Ruse-
lökka í Ósló, og var þeim veittur 1800 kr. styrkur hvorum
til þessara hluta. í Bjölsen-skóla var efnt til námsflokka-
starfs í handavinnu, leikstarfsemi (sjónleikja) og teiknun-
ar. Skólinn átti ekki aðeins á að skipa drengjahljómsveit
(guttemusikkorps), heldur og telpnahljómsveit, sem lék
á strokhljóðfæri, og fékk þessi hljómsveit styrk og aðstoð.
Meðal yngstu barnanna var einnig komið á fót glamur-
hljómsveit (skramleorkester). í Ruselökka-skóla, þar sem
ég starfa, var komið á flokkum í blaki og handavinnu,