Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 21

Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 21
MENNTAMÁL 143 enn fremur var stofnaður kór. Þegar skólinn hafði eignazt rafmagnsbrennsluofn, þótti sjálfsagt, að hafin væri leir- kerasmíð í tómstundavinnu. Börnin mótuðu leirinn, renndu skálarnar í rennibekk og skreyttu þær, og að því búnu voru þær brenndar í ofninum. Eins og að líkum læt- ur, var þessi iðja geysi-vinsæl, og árangurinn af vinnu barnanna sýndi, að hún hentaði vel þessum tilgangi. Sömu- leiðis reyndust smíðarnar ágætlega sem tómstundavinna handa stúlkum. Smíðakennarinn hafði ætlað stúlkunum miklu minni verkefni en drengjunum. En honum varð ekki kápan úr því klæðinu. Stúlkurnar vildu smíða allt hið sama og drengirnir. Árangurinn varð furðanlega góður. Þær unnu fullt svo vel og drengirnir, af meiri gætni, og þeim fóru verkfærin betur í hendi. Ég verð að geta þess, að skólinn hefur eignazt nýtízkusmíðastofur með nokkur- um litlum vinnuvélum, og það leið ekki á löngu, þangað til stúlkurnar þeyttu rennihjólin svo, að spænirnir þyrluðust eins og skollinn væri á fellibylur. Aðsóknin að þessum flokkum var svo mikil, að við neyddumst til að vísa fjölda unglinga frá. Þátttakendum var að sjálfsögðu í sjálfs vald sett, hvort þeir sæktu þessar stundir, en enginn þeirra virtist mega láta svo mikið sem eina stund niður falla. Sérstaklega var það ánægjulegt, hve fast ýmsir nemendur úr 7. bekk, sem langstytzt voru komnir á námsbrautinni, sóttu þessar stundir. Og þegar skóla var slitið og nem- endur skyldu hverfa heim, hörmuðu þessir nemendur sér- staklega, að skólagöngu þeirra væri lokið. Ég hygg, að sú ánægja, sem þessar síðdegisstundir höfðu í för með sér, hafi varpað nokkurum vonarbjarma yfir tilbreytingalaust stritið í kennslustundunum, svo að jafnvel torveldu náms- greinarnar hafi reynzt þessum nemendum auðveldari viðfangs. Ég nefni enn ánægjulegt atvik frá þessum tilraunum okkar. Það var síðast liðið haust. Þá kom allmargt barna, drengir og stúlkur, sem lokið höfðu barnaskólanámi vor-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.