Menntamál - 01.12.1949, Síða 26

Menntamál - 01.12.1949, Síða 26
148 MENNTAMÁL DR. MATTHÍAS JÓNASSON: Nokkur orð um Barnaverndarfélag Reykjavíkur. UppeldismálaþingiS 1949 tók aðeins eitt mál á dagskrá: Uppeldi afbrigðilegra barna. Þessi takmörkun sýnir ótví- rætt, hvílíkt vandamál uppeldi afbrigðilegra barna er orðið hér á landi, og það þarf engan að undra. Með hverri þjóð, hversu vel sem hún er af guði gefin, eru ávallt fjöl- margir einstaklingar, sem á þann hátt skera sig úr, að þeim hæfir ekki venjulegt uppeldi. Allar þjóðir, sem hafa skipulagt uppeldismál sín vel, eiga nú sérstakar uppeldis- stofnanir handa afbrigðilegum börnum. Hjá okkur íslendingum er þessu skammt á veg komið. Skólakerfi okkar er ungt, og enn hefur afbrigðilegum börn- um ekki verið ætlað rúm í því. Það markar öllum börnum einn veg. Og þó að nokkru megi mismuna í kröfum, getur hinn almenni skóli með núverandi skipulagi ekki sinnt af- brigðilegum börnum til fulls. 1 þessum málum ríkir furðulegt tómlæti. Samt hafa börnin minnt rækilega á sig. Sífellt klingja í eyrum okkar fréttir af afbrotum barna og unglinga. Það er á vitorði alþjóðar, að fjöldi barna og unglinga lendir á glapstigum, og að mörgum auðnast aldrei að snúa aftur af þeirri braut. Þetta er sá þáttur málsins, sem mest tekur til almenn- ings. Hin vegvilltu börn eiga sér foreldra eins og önnur börn, og mörg móðir harmar sáran þau örlög, sem hún sér barni sínu búin, en fær ekki spornað við. Og í brjóst-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.