Menntamál - 01.12.1949, Síða 27

Menntamál - 01.12.1949, Síða 27
MENNTAMÁL 149 um alls hugsandi fólks býr nokkur geigur við það, hvort þess eigin börn muni ekki dragast inn í hóp þeirra, sem á glapstigum eru. Sá ótti er ekki ástæðulaus. Fordæmið laðar og dregur. Gott og illt — þessi glögga skipting er börnunum oft framandi. Sjónarmið þeirra á þessum mál- um er tíðum annað en okkar fullorðinna. Þennan þátt málsins þekkir almenningur því vel, enda þótt fátt hafi orðið um markvissar úrbætur. Samt er hér fremur litið á afleiðingar einar en að rannsakaðar séu orsakirnar. Þær eru að vonum margvíslegar. Ef við förum að rekja þær, kemur í ljós, að hugtökin „afbrigðileg börn“, ,,afbrotabörn“ eru ekki annað en safnheiti á hópi mjög fjölbreytilegra barna. Afbrigðileg börn eru margs konar og innbyrðis mjög ólík. Það finna bezt aðstandendur þeirra. Hugtakið „afbrigðilegt barn“ felur því í sér furðu litla jákvæða þekkingu. Afbrigði barna skiptast í margar tegundir og eru einnig á mjög mismunandi stigi. Ef við takmörkum okkur hér við afbrigði til hins neikvæða, þ. e. líkamlega eða andlega vöntun, virðist skipting afbrigðilegra barna í tvo hópa ger- ast sjálfkrafa: Óskólahæf og skólahæf, afbrigðileg börn. Við vitum, að til er á þessu landi stór hópur afbrigðilegra barna, sem af ýmsum ástæðum er ófær til þess að sækja skóla eða taka á nokkurn hátt hinu almenna skólanámi. Hins vegar höfum við ágizkanir einar um það, hversu stór sá hópur er. Engin samfelld rannsókn hefur verið gerð um það, hvernig vöntun þessara barna er háttað, né hvað mætti fyrir þau gera með sérstökum uppeldisaðferðum. Lang- flest óskólahæf, afbrigðileg börn alast upp á heimili for- eldra sinna, án þess að foreldrarnir eigi kost nokkurrar teljandi aðstoðar af hálfu hins opinbera. Fæst heimili hafa aðstöðu til að sinna slíku barni, svo sem vera þyrfti, en hins vegar er barnið heimilinu oft óbærileg byrði, sem lamar orku og spillir lífshamingju foreldranna og tor- veldar þeim uppeldi annarra barna sinna, heilbrigðra.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.