Menntamál - 01.12.1949, Síða 33

Menntamál - 01.12.1949, Síða 33
menntamál 155 Mörg viðfangsefni og stór biða úrlausnar. Barnavernd- arfélagið vill rétta fram hönd sína til sameiginlegs átaks með öðrum, sem lík sjónarmið hafa. Það treystir því, að margir vilji leggja lið því málefni, sem nú hrópar á lausn. Ef hver leggur fram sinn litla skerf í starfi eða fé, eflum við þann sjóð, er breyta má sleni í starfslund, dugleysi í atorku, afbrotahneigðum í þegnskap, óláni í lífshamingju. Því má enginn góður maður skorast hér úr leik. Málefnið hrópar jafnt til okkar allra. Engin siðmenntuð og frelsi unnandi þjóð getur leyft sér að vanrækja þroskarétt ein- staklingsins, vanmegnandi barna ekki fremur en annarra. Þroskaréttur hvers einstaklings — það er hin siðferðilega uppistaða lýðræðisins. Hvert barn á sinn rétt og sína möguleika til þroska. Og allur mögulegur þroski á að verða raunverulegur þroski. Það er æðsta markmið uppeldisins. Að því ber okkur að keppa. Með einhuga vilja og sameigin- legu átaki munum við ná því. Villur í grein Sigurðar Sigurðssonar í Menntamálum XXII. 2. bls. 65—77. kls. 69, 9. 1. a. o. er i og ý; á að vera i og i. Bls. 69, 13. 1. a. n. vantar i á eftir striki fremst í Iftiu; stendur i —, á að vera t — í. Bls. 72, 5. I. a. n. stendur a og n, en á að vera o og u. Bls. 75, 14. og 15. I. a. o. vantar orð inn í málsgrein. Þar stendur: Því skal aðeins bætt við, að auðvelda o. s. frv. — Á að vera: Því skal aðeins bætt við, að það muni vera vandi að auðvelda o. s. frv.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.