Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 37

Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 37
menntamál 159 Það er vonlaust að tala um sífellt logn og eitt samþykki allra um mál yfirleitt. En lýðræðinu er lífsnauðsyn, að menn geti komizt sæmilega af hverjir við aðra í umræðum sem öðru, svo ósammála sem þeir eru um marga hluti. Og ég tel mig geta flutt góðar fregnir af félags- og bróður- anda á þingi þessu, sem spáir góðu um framtíðarstarfið. Russell forseti sambandsins stjórnaði flestum fundum. Hafði hann gott lag á að glæða umræður og vekja athygli á veigamiklum atriðum. En eins og að líkum lætur, voru sum áðurnefndra mála svo stórkostleg og viðamikil, að þeim urðu ekki gerð veruleg skil á nokkrum klukkutímum hverju. Fundartími var frá kl. 10—12 og 2—4 síðdegis. Enska var töluð nær eingöngu. Fundarsókn var ekki eins góð og æskilegt var. Sú hin stóra borg mun hafa stolið tíma sumra þingfulltrúa, svo að þeir mættu ekki reglulega. Gíf- urleg hitabylgja gekk einnig yfir London þessa daga (rétt fyrir Ólympíuleikana), og þótti ýmsum þraut að sitja á löngum fundum rennandi sveittir. Karlmenn hengdu jakka sína á stólbökin og sátu í svitavotum skyrtum. En til þess að gagnlegt umræðuþing geti farið fram, þurfa menn vit- anlega að mæta á fundum og taka þátt eftir föngum. Þeg- ar ég steig á land í Prestwick, langaði mig sannast að segja meir til að njóta hvíldar við gróðurilm í fögrum sveita- héruðum Skotlands í stað þess að leggja út í fólksflaum Lundúna, sem flæddi meir en ég hef nokkru sinni áður séð, enda munu Ólympíuleikarnir hafa valdið. En ég hugsaði: Eins og ég mokaði fjós og leitaði að hrossum, þegar ég var strákur, hvort sem mér líkaði betur eða verr, verð ég víst að halda lengra suður, sækja alla þessa fundi og lesa öll plögg og taka þátt í umræðum. Einn morgun varð ég þó að sinna öðru, og sagði þá Russell forseti, er hann sá mig eftir hádegi: Það gleður mig að sjá þig; við héldum, að þú værir veikur, af því að þú komst ekki, — hefðir bráðnað í hitanum. Kynning manna á meðal var mjög ánægjuleg á þessu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.