Menntamál - 01.12.1949, Síða 40

Menntamál - 01.12.1949, Síða 40
162 MENNTAMÁL skilyrði í Bern voru betri en í London, þar eð allir dvöldu á einu hóteli. Fundarsalir voru þarna ágætir fyrir þá 80 fulltrúa frá 20 þjóðum. Sambandið er sem sé í góðum vexti. Öllum myndarskap í aðbúnaði á hótelinu verður ekki lýst í fáum orðum. Fundarsókn var ávallt góð á þessu þingi og umræður miklar og fjörugar, gamansamar oft, en mjög prúðmannlegar sem fyrr. Stærsta málið eða hið fyrir- ferðarmesta var athugun þess, hvað kennarasambönd víðs- vegar gera til þess að tryggja kennurum öryggi í stöðu, launum og eftirlaunum. Fulltrúar frá hverju landi skýrðu frá ýmsu úr heimahögum í viðbót við fjölritaðar skýrslur, sem safnað hafði verið áður, og spurningum rigndi niður. Dreifðist því margvíslegur fróðleikur og áhugaverður meðal þingfulltrúa. Gátu fundir orðið nokkuð langdregnir, en það bætti úr, hve menn töluðu yfirleitt skemmtilega. Svissneskir túlkar — og þeir eru góðir — þýddu oft jafn- óðum á frönsku. Haldið verður áfram að ræða um starfsemi kennara- sambandsins, meðal annarra mála, á þinginu næsta sumar. Þegar það er afstaðið, hygg ég tímabært að draga saman sumt hið fróðlegasta af því, sem fram hefur komið, og birta lesendum Menntamála. Alþjóða frið hefur borið mjög á góma á hverju þingi, og mun verða haldið áfram að fjalla um það málefni. Um það, hvort fást munu verulega skipuleg átök meðal skóla- manna í þá átt hvarvetna eða sem allra víðast, verður ekki ennþá sagt. En sú hugsjón vakir fyrir mörgum. Og ef allir kennarar á jörðu beittu áhrifum sínum af fyllstu einlægni til friðar og bróðurlegs skilnings, væri það eitt lóð á vog- arskálina réttu megin. Tilraunir til samvinnu eða samsteypu við önnur kenn- arasambönd, sem fyrir eru og bera alþjóða nafn, standa nú yfir. Of snemmt er að spá um árangur. Á hverju ársþingi WOTP er kosinn nokkur hluti fimm manna framkvæmdanefndar sambandsins, og er kjörtím-

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.