Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 43
MENNTAMÁL
165
daga. Síðari hluti nítjándu aldarinnar var mikill umbrota-
tími. Stórfelldar uppgötvanir samfara menningarlegum
og þjóðfélagslegum umbótum opnuðu mönnum nýjan heim.
í sigurvímu og sæludraumum var maðurinn kominn svo
hátt, að hann gat allt og vissi allt.
Vísindalegar niðurstöður og heilbrigð skynsemi vörp-
uðu dýrðarljóma á framtíðina, en sýndu það einnig, að
kenningar og skoðanir fyrri kynslóða voru úreltar og
heimskulegar. Þetta kom alveg sérstaklega hart niður á
kristindóminum. Framþróunarkenningin hafði gert sköp-
unarsögu Biblíunnar að fjarstæðu, og biblíugagnrýnin
hafði sannað það með vísindalegum og skynsamlegum rök-
um, að allar kenningar um synd, dóm, útskúfun og um
friðþægingu Drottins Jesú Krists voru mannasetningar.
Ekkert var rétt, hvorki í Biblíunni eða neinu öðru nema að
það samrýmdist heilbrigðri skynsemi.
Ef einhver skyldi nú halda að ég væri að búa til ein-
hverja skrípamynd af þeim hugsunarhætti, sem varð krist-
indómsfræðslunni að grandi um síðustu aldamót, og er enn
höfuðorsök þess, sem aflaga fer, vil ég leyfa mér að til-
færa hér nokkur ummæli úr bók Ásgeirs Ásgeirssonar:
Kver og kirkja, því í henni er af mjög mikilli einurð og
hreinskilni lýst afstöðu fjölda margra lærðra og ólærðra
Islendinga til Biblíunnar og kristinfræðikennslunnar.
1 inngangi bókarinnar segist höfundur leggja til grund-
vallar kver Helga Hálfdánarsonar. „En það ætla ég öllum
meðalgreindum mönnum að skilja“ segir hann, „að hér
er ekki verið að ráðast á höfund kversins, heldur á gaml-
ar lútherskar kennsluaðferöir og kenningar, er oss nútíma-
mönnum, sem betur vitum, er minnkun að að nota í skólum
vorum“ (bls. 5). Um sköpunarsöguna veit hann það, að hún
ev í ósamræmi við nútímavísindi, og þegar hann ber þessa
sögu saman við sköpunarsögu mannsins í Snorra-Eddu, þá
er „hin hebreska heiðni afturför frá norrrænni heiðni“
(bls. 12). Og um syndafallssöguna veit hann það, að það