Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 47
menntamál
169
námsskrárnar eru vandvirknislega og vel uppbyggðar og
beinast yfirleitt í ortodox átt.
Fáar námsskrárnar bera einkenni hins kritiska liberal-
isma, sem mest ber á í flestum þeim kristinfræðikennslu-
bókum, sem notaðar hafa verið síðustu tuttugu árin. Flest-
ar bera þær fram nauðsyn þess að veita kennslu í því, sem
snertir kristna trú og kenningu. Þetta stingur mjög í stúf
við þann ótta, sem áður ríkti við alla guðfræði og tilhneig-
inguna til þess að veita aðeins landfræðilega og sögulega
þekkingu á ritum Biblíunnar. Það hefur tekið fleiri ár að
semja sumar af þessum námskrám, svo að enn er ekki hægt
að segja um árangurinn af notkun þeirra. — Fræðslulög-
in frá 1944 breyta án efa stöðu kristindómsins sem náms-
greinar í skólanum bæði fræðilega og í framkvæmd. Fyrir-
mæli hafa nú verið gefin um kristindómsfræðslu í fram-
haldsskólunum, sem áður voru ekki til.
Eitt af því þýðingarmesta, sem lög þessi hafa komið
til vegar er vaknandi áhugi fyrir metodikk, samræmdum
starfsaðferðum í faginu og mikil eftirspurn kennara eftir
námskeiðum og leiðbeiningu til þess að auka þekkingu sína
og færni, og mun það vafalaust leiða til betri kristindóms-
kennslu í framtíðinni."
Frá Norðurlöndunum væri hægt að tilfæra fjölmörg
ummæli og dæryi, sem sýna ekki aðeins það að áhuginn
fyrir kristindómsfræðslunni er vaxandi, heldur einnig
hitt að áhuginn beinist aftur til Biblíunnar og þeirra játn-
inga, sem öldum saman hafa túlkað kenningu kirkjunnar
°g trú1) „gömlu göturnar". Ég mun þó ekki tilfæra fleiri
slík ummæli, en þess í stað vekja athygli á öðru atriði í
þessu sambandi, sem ég tel mjög þýðingarmikið: Ef borin
er saman íslenzk fræðslulöggjöf og norsk, kemur það mjög
greinilega í ljós, hvað staða kristindómsfræðslunnar er
niiklu veikari hjá okkur.
1) Það' er spurt um gömlu göturnar hver sé hamingjuleiðin.