Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 55
menntamál
177
starfa, né heldur kennurum landsins. Fjöldi æskulýöskenn-
ara hefur þegar tjáð sig fúsan til fylgis við þetta mál.
Þeir bíða því aðeins ásamt hinum ungu þegnum eftir því
að fá að leggja hönd á plóginn.
En til þess að koma þessu í framkvæmd er enn margt
ógert. Ef ég ætti að nefna þrjú mikilvæg atriði í því sam-
bandi, sem vinna þarf ötullega að á næstu missirum, mundi
ég segja: 1) Þjóðin þarf öll að öðlast trú á, að hér sé hægt
að rækta nytjaskóga, og að æskan geti átt drjúgan þátt í
því merkilega starfi. — Til þess að vinna að því ætti Skóg-
rækt ríkisins að senda strax erindreka um landið, einn eða
fleiri. 2) Koma þarf upp friðuðum reitum um land allt,
smærri eða stærri, eftir því sem við á og aðstæður leyfa
til þess að æskan geti gróðursett þar skóg, ásamt öðru
áhugafólki. — Ríki og hreppar eiga að koma upp þessum
girðingum í samvinnu við skógræktarfélögin. 8) Skógrækt
ríkisins þarf að hefja plöntuuppeldi í svo ríkum mæli, að
hægt sé að fullnægja eftirspurn allra skóla og allra áhuga-
manna og selja plönturnar mjög vægu verði.
Á nokkrum síðustu árum hafa Skógrækt ríkisins og
skógræktarfélög víða um land unnið mikilvæg störf. En
þau verða þó tæpast talin annað en upphaf þess, sem koma
skal. Verður því enn að herða róðurinn og það svo um
munar. Auðsætt er, að forysta öll og skipulagning hinnar
nýju sóknar hlýtur að hvíla á Skógrækt ríkisins og starfs-
mönnum hennar. Þykir okkur, áhugamönnum út um land,
miklu skipta, að forystan verði örugg og heitum liðsinni
okkar.