Menntamál - 01.12.1949, Síða 57

Menntamál - 01.12.1949, Síða 57
menntamál 179 kvæmdum. Staðsetningu og skipulag skólans þarf að vanda sem frekast er kostur og vinna af fullkominni einurð og festu að framgangi þess, sem ætla má heillavænlegast. Það kann að þykja eðlileg spurning, hvort ástæða sé til sérstakra samtaka á þeim grundvelli, sem Nemendasam- band Kennaraskóla Islands er reist. Samtök eins og Sam- band íslenzkra barnakennara kynnu að sýnast eðlilegur vettvangur hinnar fyrirhuguðu starfsemi nemendasam- bandsins. En á það er að líta, að innan þeirra vébanda eru ekki nærri allir, sem numið hafa í Kennaraskólanum og kynnu að vilja sýna honum ræktarsemi á þessum vettvangi. Enn fremur munu þessi samtök beina orku sinni að tak- markaðri viðfangsefnum og leitast við að dreifa kröft- unum ekki um of. Loks má telja líklegt, að nemendasam- bandið verði samkvæmt uppruna sínum og eðli einkum borið uppi af ungum mönnum, sem enn eru óþreyttir og fúsir til baráttu, en myndu siður hafa sig í frammi á öðr- um vettvangi. Leystist þar þá úr læðingi orka, sem öðrum skyldum samtökum mætti verða að hinn mesti styrkur. Enda er það ósk og von nemendasambandsins, að góð og náin samvinna megi takast með því og Sambandi íslenzkra barnakennara og öðrum samtökum kennara. Stjórn nemendasambandsins skipa: Guðjón Jónsson, formaður, Steinar Þorfinnsson, varfor- rnaður, Hrefna Þorsteinsdóttir, ritari, Guðnuindur Magnússon, gjaldkeri og Óskar Halldórsson.

x

Menntamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.