Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 59
menntamál
181
mér svo merkilegt einkenni í íslenzku máli, að ég tel slæmt
að hún hverfi — og að tvítölumyndirnar verði með öllu
ríkjandi sem fleirtala. Séra Fr. Fr. hefir samið bók, sem
heitir: „Guð er oss hæli og styrkur." Mér fyrir mitt leyti
félli miður, að þarna væri sett okkur fyrir oss. En vera má,
að notkun tvítölumyndanna í fleirtölumerkingu sé þegar
orðin svo rótgróin venja, að vonlaust sé að vinna bug á
henni. Nú á tímum eru þessar orðmyndir alloft viðhafðar
á víxl, jafnvel í sömu greininni. —
Næst vil ég minnast á eignarfornöfn. Mér skilst það
oft vera vafasamt, hvort réttara sé að nota þau eða eignar-
föll persónufornafna. — Svipað vafaatriði getur og hitzt
um afturbeygt fornafn. — Ég minnist þess ekki, að mál-
fræðiritin gefi skýringar á þessu. Vera kann þó, að mér
hafi sézt yfir þær.
Nokkrar málsgreinar úr prentuðu máli koma hér sem
sýnishorn af því, sem mér skilst vafasamt í þessu efni.
„Filip horfði á kennarana í hempum sínum“. „Hann sá,
að frænda sínum var alvara“. „Honum var boðið ásamt
hinni ungu konu sinni“. „Frúin fylgdi F. til herbergis síns“.
„Hún bað Napóleon að láta frænda sinn fara frá hirðinni“.
„Himmler átti að neyða Hitler á afmælisdegi sínum, 20.
apríl, til að lesa upp ávarp til þýzku þjóðarinnar“. „Pabbi
bauð mér að stjórna verksmiðjunni með honum“ (þ. e.
pabba). „Hann bauð mér að fara þangað með honum“ (þ. e.
sér). „Lögreglan leitar uppi morðingjann í bæli sínu.“
í sumum þessum setningum er það tvírætt, við hvorn
af tveimur eignarfornafnið á. Efnissambandið við aðrar
setningar í ritunum gerði það þó skiljanlegt. —
Fornöfnin eitthvað og nokkuð sjást alloft með nafn-
orðum. Dæmi: Að ætla sér eitthvað annað hlutverk. Það
væri nokkuð áhyggjuefni. Var þá snjógangur og frost
nokkuð. Við héldum öll, að þú værir eitthvað samkvæmis-
fiðrildi. Að hafa eitthvað takmark að keppa að. Eitthvað
spott um hirðina mundi standa á gula miðanum. Ef til vill