Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 59

Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 59
menntamál 181 mér svo merkilegt einkenni í íslenzku máli, að ég tel slæmt að hún hverfi — og að tvítölumyndirnar verði með öllu ríkjandi sem fleirtala. Séra Fr. Fr. hefir samið bók, sem heitir: „Guð er oss hæli og styrkur." Mér fyrir mitt leyti félli miður, að þarna væri sett okkur fyrir oss. En vera má, að notkun tvítölumyndanna í fleirtölumerkingu sé þegar orðin svo rótgróin venja, að vonlaust sé að vinna bug á henni. Nú á tímum eru þessar orðmyndir alloft viðhafðar á víxl, jafnvel í sömu greininni. — Næst vil ég minnast á eignarfornöfn. Mér skilst það oft vera vafasamt, hvort réttara sé að nota þau eða eignar- föll persónufornafna. — Svipað vafaatriði getur og hitzt um afturbeygt fornafn. — Ég minnist þess ekki, að mál- fræðiritin gefi skýringar á þessu. Vera kann þó, að mér hafi sézt yfir þær. Nokkrar málsgreinar úr prentuðu máli koma hér sem sýnishorn af því, sem mér skilst vafasamt í þessu efni. „Filip horfði á kennarana í hempum sínum“. „Hann sá, að frænda sínum var alvara“. „Honum var boðið ásamt hinni ungu konu sinni“. „Frúin fylgdi F. til herbergis síns“. „Hún bað Napóleon að láta frænda sinn fara frá hirðinni“. „Himmler átti að neyða Hitler á afmælisdegi sínum, 20. apríl, til að lesa upp ávarp til þýzku þjóðarinnar“. „Pabbi bauð mér að stjórna verksmiðjunni með honum“ (þ. e. pabba). „Hann bauð mér að fara þangað með honum“ (þ. e. sér). „Lögreglan leitar uppi morðingjann í bæli sínu.“ í sumum þessum setningum er það tvírætt, við hvorn af tveimur eignarfornafnið á. Efnissambandið við aðrar setningar í ritunum gerði það þó skiljanlegt. — Fornöfnin eitthvað og nokkuð sjást alloft með nafn- orðum. Dæmi: Að ætla sér eitthvað annað hlutverk. Það væri nokkuð áhyggjuefni. Var þá snjógangur og frost nokkuð. Við héldum öll, að þú værir eitthvað samkvæmis- fiðrildi. Að hafa eitthvað takmark að keppa að. Eitthvað spott um hirðina mundi standa á gula miðanum. Ef til vill
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Menntamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Menntamál
https://timarit.is/publication/376

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.