Menntamál - 01.12.1949, Qupperneq 66
188
MENNTAMÁL
HALLGIiÍMUR SÆMUNDSSON:
í sumarskóla S. B. E. T.
Um það bil klukkutíma lestarferð suður frá Lundúna-
borg stendur sveitabærinn Stoke House í friðsælu um-
hverfi skóga og akra. Kennari nokkur úr brezka flughern-
um, sem ekki vildi sitja auðum höndum eftir stríðslokin,
festi kaup á búgarði þessum í því skyni að koma þar á fót
námskeiðum í ýmsum greinum handiða, hljómlist, dansi
o. fl. Öll eru námskeiðin miðuð við stuttan tíma, gjarna
sumarleyfi, og skiptir ekki máli hvort húsráðandi sjálf-
ur skipuleggur þau eða hópar, sem þess æskja.
Það var þess vegna ekki nein tilviljun, að S. B. E. T.
(Samband esperantomælandi kennara í Bretlandi) valdi
þennan stað fyrir sumarskóla sinn 1949, og óhætt mun að
fullyrða, að enginn gleymir Stoke House, sem þar hefur
notið góðs beina, hvíldar, skemmtunar og fræðslu.
Við þrjú ofangreind atriði hvild, skemmtun og fræðslu,
miðast sumarskóli þessi, og var því dagskrá hans að von-
um margbreytileg.
Áður en lengra er haldið skal þess getið, að í skólan-
um var ekkert annað mál notað en esperanto, og leyfi ég
mér að fullyrða, að í þessari mynd hefði skólinn verið
óframkvæmanlegur ella. Mun ég rökstyðja þá skoðun nán-
ar síðar.
Þátttakendur voru frá fjórum löndum alls: Bretlandi,
Frakklandi, Hollandi og íslandi. Dagskráin var að nokkru
miðuð við það, en hún var í aðalatriðum þannig: Almennt
skemmtikvöld, guðsþjónusta, bókmenntakvöld, ferðalög,
hljómlistarkvöld, kennsla (sýnishorn), spurningar og
svör, umræðufundir, erindaflutningur (allir meðlimir),