Menntamál - 01.12.1949, Page 72
194
MENNTAMÁL
sjálf það, sem prenta átti, s. s. spjaldskráratriði og skóla-
blöð, en þau eru líka mikið notuð í viðskiptum milli skóla.
Allt þetta hygg ég geta verið til lífgunar og tilbreyting-
ar í skólastarfinu, ef vel er á haldið. Hygg ég gott til sam-
starfs við starfsbræður í öðrum löndum á vetri komanda.
Þegar ég hugsa til ferðalags þessa, vaknar hjá mér sú
ósk, að fleiri íslenzkir kennarar hefðu getað með mér
notið.
Um jólaleytið 1944 kom út Föndur I, sem Lúðvíg Guð-
mundsson, skólastjóri Handíðaskólans tók saman. Heiti
bókarinnar gaf til kynna að von væri á meira af slíku efni
frá hendi höfundar, og hafa nú orðið efndir á því, en
Föndur II kom út 1947.
Er þar haldið áfram á sömu braut og var mörkuð með
Föndri I. Fjölbreytt viðfangsefni valin með greini-
legum útskýringum og myndum, sem gjöra börnum og
unglingum auðvelt að leysa þau. En viðfangsefnin, sem
bókin fjallar um, eru mjög mörg, og fjölbreytnin og fróð-
leikurinn mikill og margþættur í efnisvali, litavali og
vinnuaðferðum. Efni bókarinnar er þetta: Um liti, pappírs-
vinnu, prjón, veggtjöld, spjaldvefnað, kambavef, bast-
vinnu, fléttur og mottur, leðurvinnu, leirmótun og gips-
steypu, heimagerða hefilbekki, tréskurð, kertastjaka, tré-
skálar, útskorna kökubakka, málmvinnu, upphleypt landa-
bréf og ýmislegt til minnis. Þetta yfirlit gefur nokkuð til
kynna fjölbreytni viðfangsefnanna með liðlega 50 skýr-
ingarmyndum, sem margar bera svipmót snillingsins