Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 5

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 5
 Heims um bói... Prestinum og kennaranum kom saman um að hinn fullkomni jólasálmur hefði ekki enn verið saminn þú hefðir lifað fyrir 400 árum eða fyrr og farið til kirkju á jólunum, hefðirðu ekki fengið að taka þátt í söngnum! Það er að segja: þú hefðir því aðeins mátt syngja ef þú hefðir verið prestur eða meðlimur í einhverj- um kórnum sem prestarnir höfðu um þessar mundir. Það var Lúther sem fyrst og fremst beitti sér fyr- ir því, að breyting varð á þessu. Hann fæddist í Þýskalandi árið 1483. Lúther var mjög músíkalskur. Hann lék á flautu og lútu og var gæddur ágætri söngrödd. Mest söng hann um jólin. Þá fór hann í „söngför" með vinum slnum til nágrannaþorpanna, og þeir sungu jóla- sálma fyrir fólkið. Það sem þeim áskotnaðist fyrir sönginn, gáfu þeir fátækum. Seinna komst Lúther að þeirri niðurstöðu, að fólkið yrði að fá að „tala við guð með söng sínum“. Fram að þeim tíma höfðu menn fengið að heyra lít- ið annað en latínu í kirkjum sínum, en latínu skildu auðvitað sárafáir. Þarna olli Lúther byltingu. Fólkið fór að syngja guði dýrð á sínu eigin máli, og frá Þýskalandi breidd- ist þessi siður út um alla Evrópu. Tuttugu árum eft- ir að Lúther lét til skarar skríða, var búið að gefa út á annað hundrað sálmabókaútgáfur. Nú þegar jólin nálgast, á maður bágt með að trúa því, að sálmurinn, sem innan nokkurra daga mun hljóma um allan heim — Heims um ból — átti erfitt uppdráttar, þó að tónskáldið og höfundur text- ans væru sannfærðir um, að þeim hefði tekist að skapa nærri fullkominn jólasálm. Austurrískur prestur að nafni Joseph Mohr orti sálminn, og barnakennarinn í þorpinu, Franz Griiber, samdi lagið, en það var orgelsmiður, sem enginn veit nú hvað hét, sem átti mestan þátt í þv(, að sálmurinn varð eign allrar veraldar. Þetta atvikað- ist svona: Hátt uppi 1 austurrísku Ölpunum urðu presturinn og orgelleikari hans ásáttir um, að mikið vantaði á, að hinn fullkomni jólasálmur hefði enn verið sam- inn. Á aðfangadagskvöld árið 1818 sat presturinn í vinnustofu sinni og var eflaust að hugsa um guðs- Þjónustuna sem fyrir höndum var daginn eftir. Þetta var yndisfagurt kvöld, kyrrt óg hljótt, og það glampaði á snjóinn og fjallstindana í tunglskin- inu. Og í huga prestsins fengu þessi orð vængi: Heims um ból helg eru jól. Signuð mær son guSs ól... Versin urðu fjögur hjá séra Mohr, og þegar hann var búinn að festa þau á pappírinn, hljóp hann út og heim til barnakennarans og sá góði maður sett- ist umsvifalaust við orgelið og stóð ekki upp fyrr en hann var búinn að semja þetta undurfagra lag sem við öll kunnum. Sálmurinn var sunginn í litlu þorpskirkjunni dag- inn eftir, en eftir það mátti heita að hann væri nærri því gleymdur. Dag einn kom orgelsmiður til þorpsins til þess að gera við orgelið, og þegar viðgerðinni var lokið, bað hann Gruber kennara og organista að leika eitthvað í tilraunaskyni. Grúber lék Heims um ból og orgelsmiðurinn bað hann að gefa sér eintak. Þegar heim kom, kynnti hinn nafnlausi orgelsmiður sálminn fyrir Strasser kvartettinum svokallaða, sem frægur var í þá daga. Kvartettinn byrjaði að syngja hann, og þar með var hafin sigurför hans um gjör- vallan heim. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.