Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 48
Töfrateppið
hans
Trausta
SKÖRP AUGU?
Hér er Pétur að fara f skól-
ann, en listamaðurinn, sem
teiknaði mynd þessa af honum,
hefur gert flmm axarsköft f
myndinni. Getið þlð nú fundlð
þessi fimm mistök?
Trausti litli hafði notið aðfangadagskvöldsins vel og ætlaði að fara
að klifra upp í rúmið sitt — hamingjusamur og dálítið þreyttur — þeg-
ar hann allt í einu tók eftir fallegu ábreiðunni, sem var yfir rúminu
hans.
„Á ég þessa ábreiðu, mamma?" spurði hann. „Hvar fékkstu hana?“
Mamma hans brosti og kvaðst hafa keypt hana á basar, en konan,
sem hafði gefið hana á basarinn, sagðist hafa fundið ábreiðuna í
garðinum sínum, en sjálfsagt var það tilbúin saga, og líklegast var að
hún hefði saumað hana sjálf. Trausti grúfði sig niður, eftir að mamma
hans hafði boðið honum góða nótt með kossi og var brátt kominn
til draumalanda sinna.
„Halló, halló!“ heyrði hann sagt með lágri röddu. Trausti leit I kring-
um sig — og þarna fyrir utan giuggann kom hahn auga á litinn álf
með leiftrandi augu. Þarna var hann að dansa í tunglsljósinu.
„Korndu," ságði álfurinn litli, „ég ætla að sýna þér dálítið."
Trausti litli var ekki viss um, hvort hann ætti að fara fram úr rúminu
sínu, en honum fannst álfurinn litli svo glaðlegur og hann brann af
löngun til þess að taka þátt í einhverju ævintýri, svo hann klifraði
fram úr og sagði: „Ég er tilbúinn.“
„Ó, nei. Það ertu ekki,“ sagði Mói, en það hét álfurinn. „Þú ert
svo stór, að ég get ekki borið þig.“
Hann bllstraði og á sama augabragði kom stór ugla fljúgandi. Mói
hvíslaði einhverju að uglunni og Trausta fannst sem hann drægist
saman og yrði pínulftill. Hann var ekkert hræddur en spenntur. Ugl-
an drap tittlinga til Móa og sagði: „Hvert?"
„Við viljum fljúga til Álfalands eins fijótt og hægt er,“ sagði hann.
Mói og Trausti hjálpuðu hvor öðrum til að komast upp á bak ugl-
unnar. Síðan var haldið af stað. Þeir flugu yfir ótal hús og yfir sveit-
46