Æskan

Volume

Æskan - 01.11.1975, Page 11

Æskan - 01.11.1975, Page 11
 Ósjálfrátt rifjuðust upp fyrir honum orð Svenna litla: Jólasveinarnir eru góðir þeir svíkja aldrei. Hann var jólasveinninn og hafði lofað að gefa honum brunaliðsbíl. Skyndilega var sem leiftri slægi niður í hugskot Valla. Gat hann ekki sem best hefnt harma sinna með því að breyta framferði sínu og háttalagi? Hvað kynni þá fram- tíðin að bera í skauti sínu? Nú vissi hann hvernig hann gat sýnt viljann í verki. Hann skyldi ekki láta Svenna litla verða fyrir vonbrigðum. Valli mátti engan tíma missa, Jrað var aðeins einn dagur til jóla. Sem betur fór var liann að mestu leyti búinn að kaupa jólagjafirnar, sem liann ætlaði að gefa mömmu, pabba og systkinunum. Á Þorláksmessu þeyttist Valli í ótal búðir til þess að skoða brunaliðsbíla. Loks fann hann einn rauðan, sem hann var ánægður með. Valli keypti bílinn þótt hann vasri nokkuð dýr. Nú kom það sér vel, að hann hafði verið duglegur í sumar að vinna sér inn aura með blaða- sölu. Að síðustu kostaði það talsvert umstang að pakka inn gjöfinni. Þótt pappírinn væri skrautlegur þurfti að setja ntarglitar slaufur og stjörnur á pakkann. Enginn kunni nefnilega betur þá list að pakka inn gjöfum og jólasvein- arnir. Loks var að festa merkisspjaldið á pakkann, en á því stóð: Til Svenna litla. — Frá Gluggagægi. Nokkru áður en hátíðin byrjaði á aðfangadag tókst ^alla að lauma pakkanum að dyrunum hjá Svenna litla án þess að nokkur yrði þess var í blokkinni. Ha—hvaðl Á leiðinni til baka brá svo kynlega við að Valla fannst hann vera léttari á sér en venjulega, og ný °g óþekkt gleði gagntók hann. Hann kleip sig í hand- *egginn, til að fullvissa sig um að þetta væri veruleiki en ekki draumur. Nei, það var ekki draumur. Ósjálfrátt þreifaði Valli í vasa sinn eftir málbandinu. hegar hann hafði fullvissað sig um að enginn var nær- staddur, brá hann því utan um mittið. Ha—hvað? Hann ætlaði ekki að trúa sínum eigin aug- Uln. Hann hafði grennst um einn sentimetra. Hjólinu var snúið við. A þessari stundu hafði Valli ekki einungis eignast hina sönnu jólagleði, heldur líka öðlast nýja tiltrú á lífið. C'fteðiteg jót! Jólin eru hátíð barnanna, og hátíð Ijóssins. Það eru þið, börnin góð, sem setjið mestan jólasvip á heimilið, og það er undir ykkur kom- ið, hvort jólin verða gleðileg eða ekki. Foreldrar ykkar og allt fullorðna fólkið keppist um að gleðja ykkur, færa ykkur gjafir, leika við ykkur og syngja með ykkur jólasálma og jólalög. Vafalaust fær- ið þið pabba og mömmu einnig einhverja gjöf, en besta gjöfin, sem þið getið gefið þeim á jólunum er að vera þæg og glöð, hjálpfús og þakklát — og svo umfram allt að stunda námið af kappi, þegar þið byrjið í skólanum aftur eftir jólafríið. í trausti þess, að þið færið aðstandendum ykk- ar þessa bestu jólagjöf, óskar ÆSKAN ykkur innilega gleðilegra jóla og farsæls nýs árs. ÆSKAN.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Æskan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.