Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 21

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 21
HVAÐ ERU SKÝIN MÖRG? ÞaS er fagur sumardagur, en allt f einu dregur fyrir sól. GetiS þiS taliS skýin sem sjást á lofti? HvaS eru þau mörg? Svör sendist Æskunni fyrir 20. janúar 1976. Þrenn verSlaun, sem eru úrvalsbækur ÆSKUNNAR, verSa veitt fyrir rétt svör. Ef mörg rétt svör berast, verSur dregiS um hverjir hljóta verðlaunin. og kvarta og kveina og ■—--------. Allt þetta og meira til hugsaði hann og naut þess að vera píslarvottur. Hann sá Ijós tendruð í öllum gluggum í húsunum í nágrenninu og öfundaði alla, sem gátu verið inni og notið gleðinnar. ,,Ó, þessi andstyggilega kerling, sem endilega þurfti að fara að veikjast á sjálft jóla- kvöld^ð. Henni líður áreiðanlega ekki eins illa og mér, sem verð að fara aleinn alla þessa leið um há- nótt.“ Svona hugsanir styttu hvorki leiðina né tím- ann. Og því lengra, sem hann kom inn í skóginn, því hræddari varð hann við myrkrið, sem var allt f ki;ingum hann. Það hvein í trjátoppunum, tunglið óð í skýjum og kastaði skuggum, sem líktust vof- um, á milli trjánna. Haraldur varð orðinn mjög smeykur og flýtti sér. Sem betur fór sá hann hús öðru hverju, annars hefði ekki farið vel fyrir honum, eins og hann var nú orðinn hræddur. Aldrei á ævi sinni hafði honum fundist hann vera eins einmana og yfirgefinn. Og það á sjálfum jólunum, það var nú það versta. Hann grét af meðaumkun með sjálfum sér og fannst, sem það gæti ekki fundist neinn, sem ætti eins bágt og hann. Loksins var hann kominn alla leið. En það glaðn- aði ekki yfir honum samt, þvl að nú fór hann að hugsa um heimleiðina. Áður en hann kæmist heim, væri komið langt fram á nótt og öll jólagleði úm garð gengin, allir farnir að sofa. Konan á Hólabergi lá í rúminu. Hún var mjög veik. Haraldur heyrði alla leið þangað, sem hann stóð í snjónum, að hún kveinkaði sér. Maður hennar sat áhyggjufullur við rúmið hennar, og börnin voru hrædd og niðurdregin. Elsta telpan sat grátandi með yngsta barnið í fanginu og reyndi að svæfa það. „Hér eru lyfin frá lækninum," sagði Haraldur um leið og hann kom inn. Hann var ekki neitt blíður á svipinn, því að hann hugsaði bara um sjálfan sig. En það var enginn, sem tók eftir því. Maðurinn and- varpaði feginsamlega, börnin litu á hann, og móðir- in róaðist. „Láttu mig ifá þau,“ sagði hún og rétti út höndina eftir glasinu. Hún vissi, að þetta myndi hjálpa henni. Nú myndi henni batna. Eftir dálitla stund liði henni mikið betur, hún vissi þetta af fyrri reynslu. „Ég hélt ekki, að læknirinn myndi geta sent þetta ( kvöld," hvíslaði hún. „En hann er góður. Nú þarf ég ekki að kveljast í nótt. Og mikið ert þú góður, sem ferð þessa iöngu leið, og það á sjálft jólakvöldið." Hún horfði lengi á Harald sársaukafullum augum. „Já — það var vel gert,“ samsinnti maðurinn. „Og einmitt í kvöld, þegar allir halda jólin hátíðleg, því þið gerið það auðvitað?" „Já,“ sagði Haraldur. „Og þú fórst frá öllu góðgætinu. Guð blessi þig.“ Haraldur stóð kyrr, hann fór hjá sér. Hann átti ekki skilið þetta hól. Honum datt í hug allt það Ijóta, sem hann hafði hugsað á leiðinni. Þau ættu bara að vita það. En þau vissu ekki annað en að hann hefði verið góður og farið þessa löngu leið með lyfin handa henni, sem var veik, og sem þeim þótti öll- um svo vænt um. Þess vegna voru þau þakklát og báðu honum blessunar. Maðurinn fór nú að hita kaffi og tók sælgæti og kökur út úr skáp. Nú gátu þau farið að halda svolítið upp á jólin, fyrst mamma var búin að fá lyfin. Haraldur fékk alls ekki að fara strax — hann, sem var heiðursgesturinn. En hann sat þögull og skammaðist sín alltaf meir og meir. Þegar hann hafði drukkið kaffið, kvaddi hann. Móð- irin var sofnuð, en niaðurinn og börnin fylgdu hon- um til dyra. „Þökk. Kærar þakkir," sagði maðurinn og þrýsti hönd hans milli beggja sinna. „Nú verður þú ekki einn á ferð. Blessun guðs er yfir þér, og englar hans fylgja þér.“ Haraldi fannst hann vera falskur að taka á móti svo miklu þakklæti, en hann reyndi að verja sig með því, að það hefði ekki verið fallegt af honum að segja þeim, hvað hann hefði verið að hugsa á leið- inni, og að honum hefði í rauninni verið ýtt af stað með ólund. Honum var allt öðruvísi innanbrjósts eftir að hann hafði dvalið á Hólabergi. Kveðjuorðin þeirra um guðs blessun og englana, sem voru í kringum 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.