Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 77

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 77
gætti þess ekki, hve dagsljósið þvarr óðum, fyrr en Vína vakti athygli mína á því. Þá sá ég, að fram- undan í salnum var svarta myrkur. Það kom hik á mig, og tók ég nú eftir þvi, að eftir því sem nær færð- ist myrkrinu, minnkaði rykið á gólfinu og sýndist mér ekki betur en að hér og hvar á gólfinu væri sporrak eítir mjóa, litla fætur. Mér fannst undir eins sem Mórlokkarnir væru ekki langt undan. Ég sá nú, að ég hafði eytt tímanum í gagnslausa rannsókn. Ég hafði ennþá ekkert vopn í höndunum, ekkert hæli og engin tæki til að kveikja upp eld. Og nú var orð- ið áliðið dags. Ég þóttist heyra sömu óviðfelldnu suðuna út úr myrkrinu þarna í salnum, eins og ég hafði heyrt upp úr brunninum áður. Ég tók í hönd Vínu. En svo datt mér skyndilega nokkuð í hug. Ég gekk að vél með langri vogarstöng, klifraði upp á vélarpallinn, tók báðum höndum um stöngina og rykkti í af öllu afli. Stöngin lét undan afli mínu, og með kylfuna í hendi sneri ég aftur til Vínu, sem beið mfn hálfgrátandi af hræðslu í miðj- um ganginum. Við gengum nú upp breiðan stiga og komum inn í sal, þar sem eitt sinn hafði verið efnarannsóknar- stofa. Ég hafði þegar góða von um að finna þarna ýmislegt nauðsynlegt. í sal þéssum var flest í fu'rðan- legu standi, nema á einum stað, þar sem þakið hafði hrunið niður. Ég leitaði með ákefð í öllum þeim köss- um, sem óbrotnir voru. Og loksins fann ég eldspýtu- stokk í einum loftþétta kassanum. Ég flýtti mér að prófa eldspýturnar og reyndust þær óskemmdar. Það var 'ekki einu sinni slagi í þeim. Ég sneri mér að Vínu og hrópaði á hennar tungu: „Dansaðu!" Því nú hafði ég í höndum vopn gegn illþyrmum þeim, sem við óttuðumst bæði. Tók ég svo til að dansa af öllum mætti á rykugu gólfinu, Vínu til mikillar ánægju, og blístraði undir lag eitt, svo fjörlegt sem ég gat. Þar sem nú frakkalöf mín flögsuðust til i allar áttir, var dans þessi bæði stigdans og slæðu- dans og hinn frumlegasti. Enda er ég hugvitsmaður, eins og þið vitið. Það var í rauninni hin mesta furða, að eldspýturn- ar, sem ég var svo heppinn að finna, skyldu hafa geymst óskemmdar allan þann óratíma, sem þær höfðu verið þarna. En þó fann ég annað þarna í salnum, sem var enn furðulegra, og það var kam- fóra. Ég fann hana í innsiglaðri flösku. í fyrstu hélt ég, að tólgarefni væri í flöskunni, og braut því af henni stútinn. En það var fljótt auðfundið á lyktinni, að hér var um kamfóru að ræða. Það var rétt komið að mér að fleygja flöskunni með öllu saman, en þá mundi ég, að kamfóra logar, og gat því komið að iiði í kertisstað, svo ég stakk flöskunni í vasa minn. Annars fann ég engin sprengiefni þarna inni eða önnur tæki til að sundra eirhliðunum. Ennþá var kylfan mín besta vopnið, sem ég hafði rekist á. Þó var mér nú hughægara en áður. Það yrði of langt mál að telja upp allt það, sem fyrir mig bar þetta kvöld, enda man ég það <?kki til hlítar. Ég kom inn í langan sal, þar sem fullt var af ryðguðum hergögnum, og man, að ég var að velta fyrir mér, hvort ég ætti ekki að skipta á kylfunni minni og öxi eða sverði. En svo sá ég fljótt, að járn- kylfan mundi reynast mér notadrýgst til þess að opna eirhliðið. Þegar leið á kvöldið, fór áhugi minn að dofna. Ég gekk sal úr sal. Alls staðar var sama þögnin og rykið og hrörnunin. Á einum stað fann ég tvær hand- sprengjur í loftþéttum kassa. Ég mölvaði kassann sigri hrósandi. Ég var milli vonar og ótta, valdi mér hliðarsal einn til að prófa handsprengjurnar. Aldrei hef ég orðið fyrir meiri vonbrigðum. Ég beið og beið í fimm, tíu, fimmtán mínútur, og aldrei kom sprengingin. Auðvitað voru sprengjurnar ónýtar, eins og ég hefði átt að geta giskað á. En ég held helst, að ef þær hefðu ekki verið það, þá mundi ég hafa rokið af stað í trafári, sprengt sfinxinn og eirhliðin HÆGT ER AÐ FÁ FJÖLDA ELDRI ÁRGANGA ÆSKUNNAR. HVER ELDRI ÁRGANGUR KOSTAR 500 KR. NÝIR ÁSKRIFENDUR FÁ EINN ÁRGANG I KAUPBÆTI 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.