Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 61
n
Vesalings Þumalína var mjög hrædd, er aldinbor-
inn flaug með hana upp í tréð, en þó var hún enn-
þá sorgmæddari vegna fallega, hvíta fiðrildisins, er
hún hafði bundið við blaðið, því ef það gæti ekki los-
að sig myndi það líklega deyja úr hungri.
En aldinborinn hirti ekki um það. Hann settist með
hana á stærsta, græna laufblaðið í trénu, gaf henni
sætan aldinsafa að borða og sagði, að hún væri svo
yndisfögur, þó hún reyndar líktist ekki aldinbora hið
allra minnsta!
Svo komu allir hinir aldinborarnir, sem bjuggu í
trénu, til þess að sjá Þumalínu. „Hvað er að sjá!
Hún hefur ekki nema tvo fætur,“ sagði ein aldinbora
ungfrúin.
„Hún hefur enga fá!mara!“ sagði önnur.
„Hún er líka svo mittismjó, svei! Hún lítur alveg
eins út og manneskja!" sagði sú þriðja.
„Hún er ósköp ljót,“ sögðu allir aldinborarnir, og
þó var Þumalína svo undurfögur. Svo sýndist líka
aldinboranum, sem hafði tekið hana, en þegar allir
59