Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 104

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 104
I. KAFLI Ég heiti Lotta og á heima í Reykjav.k. Þegar ég var átta ára, fór ég til afa og ömmu upp í sveit. Á næsta bæ við ömmu og afa eiga systkinin Lára, Jói og Páll heima. Ég kynntist þeim strax og við lékum okkur oft saman. Einu sinni var mjög gott veður og við krakkarnir ákváðum að fara í gönguferð upp á fjall og við lögð- um af stað um morguninn. Við gengum langt upp á fjall. Þar sá Jói göng og sýndi okkur þau og við ákváðum að fara inn í þau. Jói sagðist ætla fyrst, og við urðum sammála því. Jói fór inn, svo Páll og síðast við Lára. Allt í einu æpir Jói upp yfir sig og kallar: „Hellir!“ Það var rétt, þarna var hellir og inni í hellinum var maður. Við urð- um fyrst hrædd, en svo talaði hann við okkur og sagði: „Ég heiti Guðmundur og átti heima á Akureyri en flúði þaðan.“ „Af hverju flúðirðu?" spurði Jói. „Ég skal segja ykkur söguna," sagði Guðmundur. „Ég var giftur og svo var konan mín myrt og mér var kennt um það, en ég gerði það ekki. Þess vegna sit ég hér. Skiljið þið nú, hvernig í öllu !iggur?“ „Já, já,“ sögðum við öll í kór. Við kynntum okkur og vorum hjá Guðmundi allan daginn, og svo fylgdi hann okkur heim og við lof- uðum að heimsækja hann aftur. — Samt vorum við smeyk um sann- leikann. Þegar ég kom heim, sagði ég ömmu og afa þetta og sagði, að við ætluðum upp I helli til Guð- mundar á morgun, ef veður yrði gott. Ég sofnaði strax enda var ég þreytt eftir daginn. Brotnar ei þó bogni blessað lerkið væna, laufgar blöð í logni lindin stofninn græna. Kæri ungi kvistur er kveikir yl í hjarta sértu af sólu kysstur sumardaga bjarta. r-------------------------- Hellirinn 2. KAFLI Enginn í hellinum. Daginn eftir var gott veður og fórum við um sama leyti og daginn áður, en urðum fyrir miklum von- brigðum, því Guðmundur var horf- inn og lá bréf á borðinu. Á því stóð: „Fór til Akureyrar að tala við lögg- una. Sendi ykkur bréf og böggla. — Ykkar Guðmundur." Við horfðum sorgbitin á kassann, sem hann sat á í gær. 3. KAFLI Bréf og bögglar. Eftir viku: Allt í einu kemur amma í einu hendingskasti upp stigann og inn í mitt herbergi og segir: „Það er kominn böggull og bréf frá Ak- ureyri.“ Ég flýtti mér niður að opna. bréf- ið.^ í því stóð: „Kæra Lotta, mér gengur vel. Ég talaði við lögregluna og sagði henni alla söguna og virt- ist hún trúa mér, en ég sendi þér þennan böggul, þó lítill sé. — Bless Guðmundur." P.s. Er að fara að gifta mig. — G. Ég flýtti mér að opna pakkann, og hvað haldið þið að hann sendi mér annað en ferðaútvarp. Ég fór til krakkanna og fengu þau líka ferða- útvarp frá Guðmundi. LEIQRÉTTING Kvæði eftir „Móður“ birtist hér í mars-blaðinu, en hafði þá brenglast lítilsháttar, því birtist það hér aftur. 4. KAFLI. Ég á aS fara heim. Það er komið að því að pakka niður og fara heim. Amma sagði, að ég yrði að koma næsta sumar, og játaði ég því. Rútan átti að fara um kvöldið og kvaddi ég Jóa, Láru og Pál. Við Lára fórum að gráta og sagðist ég koma aftur næsta sum- ar og lofaði að skrifa þeim. Rútan fór kl. 6 og gekk íerðin vel. Þegar heim kom, sagði ég mömmu og pabba allt það sem gerðist og sýndi þeim bréfið og útvarpið frá Guð- mundi. Þau urðu skelfingu lostin, en trúðu mér samt og voru ánægð að fá mig heim. 5. KAFLI. Til Akureyrar. Þegar ég kom heim saknaði ég krakkanna mjög, en það fyrsta sem ég gerði var að skrifa Láru bréf. Ég átti að byrja í skólanum eftir rúma viku og hlakkaði ég mjög til. Ég sýndi stelpunum í nágrenninu útvarpið mitt og voru þær mjög hrifnar af því, og ég sagði þeim líka söguna af Guðmundi og hell- inum. Það leið og beið eftir jólaleyfinu. Pabbi og mamma sögðu, að ef ég yrði há á prófinu ætluðu þau að gera svolítið fyrir mig. Prófin nálguðust og ég kom glöð og ánægð heim með einkunnirnar mínar. Ég hafði orðið hæst af öll- um 8 ára bekkjunum, ég fékk 9,6 í aðaleinkunn. Ég sýndi mömmu og pabba einkunnina mína, og hvað haldið þið að pabbi segi annað en það, að ég eigi að fara í flugvél til Akureyrar að heimsækja Guð- mund. — Hann hafði sent pakka og bréf. Vilborg Gréta Jónsdóttir. Frækorn sett í foldu (fagran ávöxt gefur) liggur létt í moldu og litlar spírur hefur. Hlúum að þeim heimi er hugur barnsins fagur höndlar Guðs úr geimi svo göfgist bernskudagur. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.