Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 27

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 27
peysuföt og skautbúning — og allir (slensku bún- ingarnir voru mjög fallegir og listavel saumaðir. Þetta var svo skrautlegt og gTæsilegt, að jafnvel hann Dengsi, sem hafði engan áhuga fyrir brúðum, var mjög hrifinn af þessum fínheitum — svona undir niðri. Jólasveinar og meyjar sátu við eitt stórt, aflangt borð og pökkuðu inn jólagjöfum — og aðrir jóla- sveinar komu þjótandi inn um dyrnar og gripu hvern pakka sem lokið var að búa um. Bögglarnir voru vafðir í allavega litan skrautpappír, rósóttan og mynstraðan, og bundið um þá gylltum eða silfurlit- um böndum og allir voru bögglarnir merktir þeim sem áttu að fá þá í jólagjöf. Jólasveinarnir komu pökkunum fyrir á sleðum og kerrum hreindýranna og hestanna. — Já visulega var. hér ekki setið auð- um höndm. Innst í salnum Ijómaði bjart Ijós, sem varpaði birtu sinni niður á borð, þar sem gamall gráskeggjaður jólasveinn sat. Helgisvipur var á andliti hans og frið- ur umlukti hann. Það var eins og háreystin í salnum næði ekki til að trufla hann við iðju sína. Allir sem framhjá gengu hægðu á sér og svipur þeirra lýsti lotningu. Hann var að leggja seinustu hönd á fagran smíðisgrip af Jesúbarninu sem á jólanóttina fæddist í fjárhúsjötu og þrír vitringar lutu barninu og báru því gjafir, gull, reykelsi og myrru. María móðir barnsins laut niður að því og Ijómi staifaði frá henni og barninu; faðir barnsins, Jósef, hallaðist fram á staf sinn og Ijómi lék einnig um hann. Kvikfénaður var nokkur í fjárhúsinu, kýr og kind- ur og laut hann allur hinum nýfædda konungi — Jesú Guðssyninum, sem fæddur var í heiminn til að frelsa mannkynið. Afi stóð nokkuð frá og laut höfði, lotning og til- beiðsla lýsti sér í svip hans. Hann hneigði sig fyrir listamanninum og lagði gullpening á borðið. Dengsi laut höfði í kveðjuskyni og Brandur sem setið hafði á afturfótunum og hallaði höfði, stóð nú upp og bjóst til brottferðar. Þá lögðu þeir aftur af stað út eftir þessum langa, stóra sal, sem þeir höfðu ekki enn skoðað allan — alls staðar sátu jólasvein- ar og meyjar við verk sín, sumir rauluðu fyrir munni sér jólasöngva, og allir voru svo undurglaðir og kátir. Jólasveinarnir sem opnað höfðu fyrir þeim stóðu nú við hurðina á þessari stóru smiðju og hlógu glað- lega til þeirra þegar þeir komu auga á þá. „Hæ, hæ, hó, hó,“ hlógu þeir báðir og sveifluðu hurðinni upp á gátt, og þeir afi og Dengsi stóðu á gangstéttinni aftur þar sem allt jólaumstangið blasti við þeim. Skyndilega hrópaði Dengsi upp yfir sig. „Nei, sjá- ið skrítna húsið,“ og hann benti yfir götuna á stórt, turnlaga glerhús, sem var í lögun eins og sykurtopp- ur, og var engu líkara en það stæði allt opið, því all- ir gfuggar þes voru spegilfægðir og stóð feiknahátt jólatré á miðju gólfi. Jólasveinar voru að skreyta það marglitum kúlum og silfruðum böndum og fjöl- mörgu öðru skrauti eins og sykurkökum og sælgætis- ■ pokum og ýmsú öðru góðgæti — margir stigar stóðu við tréð því það var svo stórt, og upp og ofan þá hlupu léttfættir jólasveinar önnum kafnir að skreyta það, einn þeirra stóð efst uppi í háum stiga og var að koma fyrir gullinni stjörnu á toppi þess.. Undir trénu stóðu nokkrir jólasveinar ( hnapp. Það var jólasveinakórinn, sem var að æfa jólasöngva, einn blés í lúður, annar trompett og þriðji barði bumbu, á einum stað sat jólasveinn og þandi harmoniku og velti vöngum af kátínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.