Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 86
en þau eru 12 að tölu, og límið þau
ofan á sogrörin (sjá mynd E). Ofarlega
í eitt þlaðið er sett smá gat, en gegn-
um það er þræddur tvinnaspotti, sem
notaður er til þess að hengja stjörn-
una á jólatrésgrein.
Það er ekki hlaupið að því að láta
blýant standa á oddinum á fingur-
gómnum á sér, en þó er þetta hægt
með því að beita brögðum. Hérna
á myndinni sjáið þið, hvernig farið
er að því að láta þungamiðjuna
hverfa niður fyrir fingurgóminn og
þá er leikurinn auðvitað léttari. Við
tökum vasahníf, stingum oddinum
á honum í blýantinn eins og mynd-
in sýnir og nú getum við látið blý-
antinn standa á fingurgóminum.
Hann þarf ekki einu sinni að standa
beinn — hann stendur þó að hann
hallist og dettur ekki í hug að detta
á gólfið. Reynið þið!
ér kemur stjama til að
hengja upp á vegg. Þið get-
ið gert eina eða fleiri, smáar eða
stórar. Þessi hérna er um það bil 20
sentimetrar I þvermál. Efnið í hana er
pappaspjald, sogrör og stinnur silfur-
pappír.
Klippið mynd A út úr blaðinu eða
teiknið þennan hring á hvítan pappír,
t. d. með hjálp kalkipappírs. Þegar þið
hafið gert þessa kringlóttu plötu, þá
Ifmið hana upp á pappaspjald og
klippið út eftir hringnum utanverðum.
Þar næst límið þið niður sogrör af
sömu lengd og sést á mynd C á öll
12 strikin á pappaspjaldinu. Á mynd
D sést, að endar röranna ná aðeins
að hringnum, sem gerður er af punkta-
línum. Leggið létta pressu, t. d. bók,
ofan á pappaspjald og teiknið á það
mynd B og klippið eða skerið síðan
„skabalonið" út, en það má nota til
þess að strika eftir á tvöfaldan silfur-
pappír, sem sfðan er klipptur til (sjá
mynd).
Berið slðan Ifm á miðju blaðanna,