Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 110

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 110
fisinn hafði vaknað eld- snemma einn morguninn eftir vænan nætursvefn, og nú leit hann út um gluggann. Ofan frá höll- inni, sem hann átti heima í, gat hann séð margar mílur út í veröld- ina; venjulega leit hann fyrst yfir akrana, þar sem fólkið, sem var svo smávaxið í samanburði við hann, var að plægja og herfa eða sá, eða upp- skera — svo leit hann út á fljótið, þar sem annað smátt fólk var á siglingu. En núna í dag horfði hann á allt annað. Hann hafði komið auga á ofur- litla mannheimastúlku, Ijómandi fallega en ekki stærri en lófann á honum; en hvað hún var Ijómandi falleg og yndisleg. Fólkinu fannst líka, að hún Agnes litla dóttir fiskimannsins væri ein- staklega falleg, með löngu, gulu flétturnar sínar, stóru, bláu augun og rjóðu kinnarnar, en risinn hafði aldrei látið sér detta í hug, að neitt svona fallegt væri til. Hann starði og starði og loksins sagði hann: — Henni vil ég giftast! Skömmu síðar kom þjónn hans inn ásamt þremur mönnum úr eld- húsinu, þeir höfðu með sér heljar- stóran bolla, sem þeir helltu fullan af kaffi, því að risinn var vanur að drekka fullan kaffibolla undir eins og hann vaknaði. — Góðan daginn, hérna er kaffið! hrópaði þjónninn í kallarann sinn, því annars gat risinn ekki heyrt ve- sældarlega röddina hans. — Ég vil ekkert kaffi •— ég vil bara fá fallegu stúlkuna þarna fyrir konu! sagði risinn. Þjónninn varð svo hissa að nærri lá að hann ylti um koll. Hann gægð- ist út um gluggann og sá þá dóttur fiskimannsins niður við ána ... — Er hún ekki allt of lítil — eða þér alltof stór, herra risi? sagði þjónninn. — Ef það er, þá verður hún að stækka! sagði risinn. — Láttu sækja hana, hver veit nema hún verði stór ef hún kemur hingað og fær nóg að éta, sagði hann. Svo var sent eftir Agnesi og hún kom upp í höllina til risans, en auð- vitað vildi hún ekki taka í mál að giftast honum, og það næði engri átt að hún gæti orðið stærri þó að hún settist að í höllinni — þvert á móti missti hún alveg matarlystina, þegar hún sá hvernig matreitt var handa risanum. En að öðru leyti leist henni vel á hann, hann var viðfelldinn og mein- laus — en bara allt of stór. — Þá er ekki um annað að gera en að ég verð að reyna að verða lítill, sagði risinn, — því að mér þykir svo undur vænt um hana Agn- esi, og vil giftast henni hvað sem það kostar. En hvernig átti hann að fara að verða lítill? Hann reyndi með öllu hugsan- legu móti, þambaði meðul og gleypti pillur, þangað til hann var orðinn veikur þegar minnst var á þær, en ekkert stoðaði. Þjóninum þótti eiginlega vænt um hann, svo að hann vorkenndi honum þetta. Einn morguninn kom hann til hans og sagði: — Mér hefur dottið ( hug ráð, sem kannski dugir... en það er hættulegt að reyna það! — Það gerir ekkert til — ég reyni allt! sagði risinn borginmannlega. — Hlustið þér nú á! og svo sagði þjónninn honum ráðið. Þegar því var lokið fór risinn að skellihlæja — hann hló svo að það var líkast þrumugný, og öll höll- in skalf og nötraði. En hann var sannarlega ánægður og flýtti sér ( fötin. Og svo þrammaði hann af stað á sjömi'lnahnöllunum sínum og beint út ( skóg, til þess að leita uppi galdramanninn Lurifax. — Ha, ha,! öskraði risinn, — ég er stærsti risi í heimi — enginn jafnast á við mig! Ég er meiri en allra mestu menn, það er ég, sem allir eru hræddir við! Þetta hrópaði hann einmitt um það leyti, sem Lurifax var í þann veginn að fá sér miðdegisblund, svo að hann hrökk upp og varð nú ekki Ktið reiður. — Jæja, svo að þú heldur að þú sért stór og aðrir séu hræddir við þig! hugsaði Lurifax með sér og glotti! Þú ert ekkert, ég skal ekki verða lengi að gera þig lítinn. En hann lét ekki á neinu bera og kallaði góðlátlega á risann. •— Hérna á ég nokkra brjóstsykurs- mola, — já, þeir kunna að sýnast nokkuð litlir handa þér, enda ertu mesti risi veraldarinnar. Langar þig ekki í þá? — Jú, sagði risinn og hirti mol- ana með græðgi, og stakk undir eins nokkrum upp í sig, en hissa varð hann, þv( að nú fannst honum eins og hann sigi allur saman. Luri- fax hló og lokaði glugganum. •— Vertu sæll, þú mesti risi veraldar! sagði hann spottandi, og með sjálf- um sér hugsaði hann: — Það verð- ur varla svona hátt á þér risið á morgun! Risinn fann vel hvernig hann gekk allur saman. Sjömílnastígvélin urðu svo þung og fötin lágu ( fellingum utan á honum — þegar hann loksins kom heim var hann orðinn hálfu minni en þegar hann fór. — Borðaðu ekki fleiri mola þang- að til við sjáum hvernig þeir verka! sagði þjónninn. Og það gerði risinn heldur ekki. Morguninn eftir var hann orðinn enn minni, en svö minnkaði hann ekki meira næstu þrjá daga. Agnes klappaði saman lófunum og sagði; að sér litist miklu betur á hann núna, því að nú væri hann orðinn að smárisa. En helst vildi hún að hann yrði dálítið minni. Svo át hann einn mola f viðbót og minnkaði enn — og svo annan mola eftir nokkra daga. Og loks var hann ekki orðinn stærri en meðalmaður. — Nú skal ég giftast þér. sagði Agnes — því að nú ertu eins og menn eiga að vera, en enginn risi. 108
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.