Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 22

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 22
Sjöstjörnurnar ÆVINTÝRI EFTIR LEO TOLSTOJ. inu sinni fyrir löngu, löngu voru svo miklir þurrkar að ár og lækir þornuðu, og allir þrunn- ar voru tómir. Gras og tré visnaði, og dýr og menn dóu af þorsta. Eina nóttina fór lítil stúlka út með tóma leirkönnu í hendinni. Hún ætlaði að leita að vatni handa mömmu sinni, sem lá veik í rúminu. Hún gekk og gekk, en fann hvergi vatn. Loksins varð hún svo þreytt, að hún lagði sig út af í grasið og sofnaði. Þegar hún vaknaði, þreif hún til könnunn- arar og var nærri búin að hella úr henni. Kannan var nefnilega orðin full af hreinu, tæru vatni. Stúlkan varð himinglöð og ætlaði strax að fara að svala sér og þamba vatn- ið, en þá datt henni í hug, að hún mætti það ekki, því að þá yrði ekki nóg eftir handa mömmu, svo að hún hljóp strax heim á leið með vatnið. Hún flýtti sér svo mikið, að hún tók ekki eftir litlum hundi, sem lá veikur á götunni. Hún hrasaði og datt um hundinn og missti niður könnuna. Hundurinn ýldi og skrækti, en litla stúlkan greip upp könnuna og hélt að allt hefði farið úr henni. En hún stóð á götunní barmafull. Það hafði ekki farið dropi'úr henni. Stúlkan hellti nú vatni í lófa sinn og lét hundinn lepja. Og svo brá við, að hann varð strax alheill, stóð á fætur og flaðraði upp um stúlkuna. Þegar litla stúlkan tók upp könnuna, var hún ekki lengur úr leir, heldur úr skæru silfri. Hún bar hana nú heim til mömmu sinnar. En mamma hennar sagði: „Það er ekki rétt að ég drekki, ég er að deyja hvort sem er.“ Svo rétti hún könnuna að dótt- ur sinni og bað hana að drekka. En í sama bili breyttist kannan úr silfurkönnu og í glóandi gullkönnu. Litla stúlkan var nú orðin svo þyrst, að hún gat ekki stillt sig lengur. En þegar hún var að bera vatnið upp að vörunum, kom inn fátæklega bú- inn drengur og sagði: ,,Ég sá að þú fórst inn með fulla vatnskönnu. Viltu gefa mér einn dropa að drekka. Stúlkan renndi niður munnvatni sínu og rétti honum könnuna. Þá varð kannan að sjö dýrmæt- um demantskönnum, og úr þeim flóði heil á af silfurtæru vatni. En könnurnar sjö lyftu sér frá jörðinni, hærra og hærra til him- ins. Þar námu þær staðar. Og það eru sjöstjörnurnar, sem við sjáum á loftinu á kvöldin, þegar heiðskírt er. S. A. þýddi. hann, hljómuðu fyrir eyrum hans. Skyldi maðurinn hafa rétt fyrir sér? Nokkuð var það, að nú var hann ekkert hræddur við myrkrið, vofur eða annað, sem ef til vill kynni að leynast í skóginum — og þó hvein ennþá í trjátoppunum og skuggarnir dönsuðu á milli trjánna eins og áður. „En hvernig getur guð, sem hefur séð allt það Ijóta, sem ég var að hugsa, blessað mig og sent englana sína til að gæta mín?“ spurði hann sjálfan sig undrandi. Hann leit upp I stjörnubjartan himininn og gerði hvort tveggja í senn, að skammast sin og vera með hugann fullan af þakklæti og trúnaðartrausti. Aldrei hafði honum fund- ist hann vera jafn lítill og óverðugur, og guð jafnmik- ill og góður. Þessi tilfinning varð ennþá sterkari, ÆSKAN INN Á HVERT BARNAHEIMILI Á LANDINU! þegar Haraldur kom heim. Systkinin sváfu ekki, og það hafði ekki verið látið loga á kertunum. Skálin á borðinu var full af eplum og perum, rétt eins og enginn hefði hreyft við því. Og allar jólagjafirnar lágu ósnertar undir trénu. Hvað átti þetta að þýða? „Við vildum ekki hafa jólagleði án þín, þess vegna höfum við frestað því þangað til á morgun,“ kölluðu systkinin. „Við vildum ekki, að þú misstir af neinu, fyrst þú varst svo góður að fara þessa sendiferð,“ sagði mamma og kyssti hann. „Nei, ég var ekki góður. Þú veist ekki, hve mikið ég hafði á móti því að fara, og hvað ég var reiður," sagði Haraldur, sem ekki fannst, að hann ætti þetta hrós skilið. Mamma brosti. „Ég tók eftir því, að þú varst reið- ur, þegar þú fórst,“ sagði hún, „en ég sé líka, að þú kemur heim eins og allt annar drengur. Það skyldi ekki undra mig, þó að guð hefði kennt þér eitthvað í þessari ferð þinni. Eða er það ekki rétt?“ Haraldur vissi, að mamma hafði á réttu að standa. Lauslega þýtt úr norsku. H. T. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.