Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 114
V*fíur
á Uíellutlóihitn
Pétur á hættuslóðum er
skemmtileg og ævintýrarik saga
um ungan, ríkan Lundúnaspjátr-
ung, sem veðjar um að hann
geti farið út í stórborgina, illa
til fara og án eyris í vasanum,
og unnið fyrir sér í vikutíma.
innbundin. 248 bls.
Verð áður: 295,00
Verð nú 265,00
HEILRÆÐI
Þrennu verður þú að hafa
stjórn á: Lunderni þínu, tungu
þinni og hegðun þinni.
Þrennt skaltu fyrirlita: Mann-
vonsku, öfund og vanþakklæti.
Þrennt skaitu ástunda: Hug-
rekki, iðni og mannkærleika.
Þrennt skaltu elska: Sann-
leika, dyggð og réttlæti.
Þrennu skaltu hafa viðbjóð
á: Iðjuleysl, vondum félags-
skap, nautn áfengra drykkja og
tóbaks.
— Þú hefur alltaf sagt að
maður ætti að gleðja fólk á jól-
unum og þessl var alelnn úti.
JÖSSI BOLLA
Texti: Johannes Farestveit
Teikn.: Solveig M. Sanden
1
1. Bjössi hefur veitt vel. Þetta er stærðar sjóbirtingur — fiskurinn er háll og sleipur
og vill i ána aftur, en strákarnir eru ekki alveg á þvi. Loks er öllu lokið og fisk-
urinn er ekki lengur lifandi. — 2. Þetta var ójafn leikur. — 3. Bjössi nær sér i trjá-
grein ög smeygir fiskinum upp á hana, þvi nuðvitað vill hann bera veiðina heim. —
4. Þrándur stríðir Bjössa og segir: „Allt í lagi, þú berð fiskinn en ég veiðistöngina,
og l>á geta allir séð að ég er veiðimaðurinn."— 5. Bjössi lætur striðni Þrándar lítt á sig
fá. Hann er ánægður með veiðina, að geta komið með svona myndarlegan fisk í
sunnudagsmatinn. Hann fær vatn í munninn þegar hann hugsar um þennan gómsæta
feng, þvi hann Bjössi okkar hefur alltaf verið fyrir matinn. — 6. Allt gengur vel
þangað til þeir nálgast byggðina. Þá mæta þeir kettinum hans Óla gamla, og þegar
hann finnur fisklyktina verður hann alveg óður, og þið sjáið hvernig fer.
J
112