Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 23

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 23
I (®» að var aðeins tæp vika til jóla. í Andabæ voru allir önnum kafnir við jólainnkaupin og val á jóiagjöfum. Konurnar stóðu í jólabakstrinum og gerðu hinar bestu kökur og svo þurfti að velja jólatréð. Jólatré voru seld á flestum torgum bæjarins. En þrátt fyrir þetta gat fólkið í Andabæ ekki komist í ekta jólaskap. „Það væri óskandi, að það snjóaði svolítið," sagði amma gamla Önd er hún leit út um gluggann og sá dautt og eyðilegt landslagið. „Það er svo fallegt að hafa hvít jól. Snjórinn glitrar svo fagurlegá og er svo hreinn,“ sagði hún. „Það ætla engin jól að verða,“ sögðu strákarnir Rip, Rap og Rúp. „Hvernig eigum við að reyna sleðana, sem okkur verða gefnir í jólagjöf, ef ekki snjóar?" sögðu strákarnir. Svo leið tíminn, fólkið nöldraði, en það kom eng- inn snjór. Allir töluðu um veðrið og allir voru ó- ánægðir og það var Jóakim Önd líka. „Þetta er Ijóta ástandið," sagði hann oft við sjálf- an sig. „Það gengur mér allt á móti þetta árið,“ sagði hann. „Það fyrsta var, að það var alltof góð sykuruppskeran hjá mér, og svo á ég alltof mikinn hreinsaðan sykur. Það verður aldrei hægt að selja hann og geymslurnar minar eru langt of litlar. Svo kemur þetta leiðindarveður til að angra mig. Ég hlýt að tapa stórfé. Ég á margar sportvöruverslanir fullar af litlum og stórum sleðum og skíðum og ekkert selst. Allur þessi skaði og óheppni er aðeins af því að ekkert snjóar. Ef það færi að snjóa núna mundu allar mæður, feður og frænkur fara út og kaupa þessar sportvör- ur af mér, og ég mundi stórgræða og öll börn mundu gleðjast við að fá skíðin sín og sleðana. Ef það fer ekki að snjóa núna, þá tapa ég öllu mínu og ég verð bláfátækt gamalmenni.“ Nú voru aðeins þrír dagar til jóla, en ekki lét snjórinn sjá sig. Nú voru tveir dagar til jóla og eng- inn snjór. Svo kom aðfangadagur og enginn bjóst lengur við snjó, en það var nóg frost og það beit í kinnarnar á fólkinu. Seint á aðfangadag sat Jóakim á stóra verslunar- kontórnum sínum og athugaði verslunarreikninga sína. „Þetta er Ijóta ástandið," sagði hann og skellti aftur hinum þungu verslunarbókum. „Ég á fullar skemmur af sykri og aðrar fullar af sleðum og skíðum, ég fer á hausinn, ef ekki snjó- ar. Mig vantar reiðufé." Svo sat Jóakim gamli áfram í skrifstofustólnum sínum og hugsaði um veðrið. Allt í einu rauk hann upp og sagði við sjálfan sig: „Málið er leyst, ég hef nú fengið bestu jóla- hugmynd í heimi.“ Svo brosti Jóakim alveg út að eyrum og tók símtólið og hringdi í alla vörubíl- stjórana sína og alla aðra bílstjóra, sem höfðu vöru- bíla. Hann bað alla bílstjórana um að koma að stærstu sykurskemmum sínum. Þegar hann hafði lokið öllum þessum hringingum tók hann svarta silkihattinn sinn, hanskana og staf- inn og fór út. Hann sveiflaði göngustafnum einn eða tvo hringi við hvert fótmál. Fólkið á götunni horfði á hann og sá hve glaður hann var og það smitaðist af gleði hans og fór og keypti heldur fleiri jólagjafir, en það hafði ætlað sér. Næsta dag, þegar fólkið í Andabæ vaknaði, þá var alhvít jörð. Allar ójöfnur voru huldar skínandi hvít- um snjó og fegurðin var mikil. „Það er naumast að það hefur snjóað í nótt,“ sagði fólkið. Allir krakkar stukku út til að leika sér í snjónum, en þau fundu brátt, að þetta var ekki venjulegur snjór, heldur sykur. Brátt komst það upp, að Jóakim gamli Önd hafði látið tæma nokkrar sykurskemmur. Þetta fannst öllu fólki stórsnjöll og skemmtileg hug- mynd. Fjöldi manns fór og keypti sleða eða skíði, því vel var hægt að renna sér í sykrinum. Þannig urðu hvít jól í Andabæ. Börnunum þótti gaman og Jóakim seldi mestan hlutann af sleðum sínum og skíðum. Allir voru ánægðir nema fáein börn, sem höfðu borðað heldur mikinn sykur og fengu slæmsku f magann, en það batnaði fljótt. Hvít jól hjá Jóakim frænda í flndabæ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.