Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 100
BJARNARKLÓ
— Teikningar: JON SKARPRUD —
Texti: BERNHARD STOKKE Þýðandi: SIGURÐUR GUNNARSSON.
1. Allir búa sig undir kappleiHana miklu, sem framundan eru. Karlmennirnir æfa sig i vopnaburði. Þeir
velja sér góð bogaefni úr aski og eini og búa til ágætar örvar. Sumir æfa spjótkast, en aðrir hlaup.
2. —3. Loksins er öllum undirbúningi lokið. Allt fólkið klæðist í sinn besta búning. Konurnar bera fagra
skrautmuni og greiða hár sitt með beingreiðum. Karlmennirnir skemmta sér við að skoða vopn hvers ann-
ars. Leikar áttu að fara fram á víðum vöilum. Öllum þrælum, sem hægt er að taka frá störfum, er safnað
saman í einn hóp. Þeir eiga fyrst að þreyta kapphlaup til að skemmta hinum. — 4.—5. Bjarnarkló er með-
al þeirra, sem eiga að keppa. Og nú halda þrælarnir brátt af stað. Þeir hlaupa hægt, því að þeir eru stirð-
ir af látlausu erfiði og illri meðferð. Bjarnarkló veitist mjög létt að fylgja þeim eftir. Þegar hann kemur að
merkitrénu,. þar sem þeir eiga að snúa við, langar hann mest til að flýja lengra inn í skóginn og sleppa
þannig úr útlegðinni, en hundarnir mundu vafalaust hefta för hans. Þegar leið á hlaupið, jók Bjarnarkió
hraðann og kom í mark langt á undan hinum. Að launum fékk hann tinnuöxi frá höfðingjanum og vinsam-
legt bros. — 6. Nú hafði hermönnunum ungu hlaupið kapp í kinn. Þeir leggja frá sér vopnin, koma sér
fyrir í röð og spretta úr spori. Tveir þeirra koma svo jafnir í mark, að þeir verða að keppa aftur. Höfðing-
inn kallar og spyr, hvort nokkrir aðrir vilji reyna aftur. Bjarnarkló, sem veit ekki, að þetta hlaup er keppni
98