Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 72

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 72
f 2 3 V 6 TVEIR STJAKAR EINS V Hér sjáið þið 8 stjaka með logandi kertum. í fyrstu sýnast stjakarnir vera alveg eins, en það er nú ekki svo einfalt. Ef þið athugið þá vel er hægt að sjá ýmislegt, sem aðgreinir þá hverja frá öðr- um, en samt eiga tveir þeirra að vera eins. Geturðu fundið þessa tvo? Svör sendist til Æskunnar fyrir 26. janúar 1976. Þrenn verðlaun eru í boði fyrir rétt svör, og verða þau bækur frá Æskunni. Því voru þau óvön. Konan skundaði til sóðalegrar frammistöðukonunnar, sem horfði illilega og með öfund- araugum á þessa vel búnu kynsystur sína. „Hefurðu rétt í þessu séð hér vel klæddan, stóran mann?“ spurði hún, „sem hitti annan mann og fór burtu með honum?“ Stúlkan játti spurningunni, en sagðist ekki vita, hvert þeir hefðu farið. Sjómaður, er hlustað hafði á samtalið, kvaðst hafa séð tvo menn ganga ofan að bryggjunni, rétt í því hann kom inn í krána. „Sýndu mér, í hvaða átt þeir fóru,“ hrópaði konan og lét gullpening í lófa sjómannsins. Náunginn fylgdi henni út úr kránni, og skunduðu þau fram á bryggjuna. Þar komu þau rétt f þvf, að lítill bátur hvarf inn í skugga skips, er lá á höfninni. „Þarna eru þeir,“ hvíslaði maðurinn. „Þú færð tíu sterlingspund, ef þú nærð í bát og kemur mér út í skipið," hrópaði konan. „Fljótar þá!“ svaraði vhann, „því við verðum að hafa hraðan á, ef við eigum að ná í Kincaid áður en það fer. Það hefur verið ferðbúið í þrjár stundir og aðeins beðið eftir þessum eina farþega. Ég var að tala við einn hásetann fyrir hálfri stundu." Meðan hann talaði, gekk hann á undan fram á bryggjusporðinn, þar sem hann vissi að bátur lá bund- inn. Hann hjálpaði konunni ofan í hann og ýtti, frá. Við skipshliðina heimtaði maðurinn borgunina, og án þess að gefa sér tíma til að telja peningana þrýsti konan hrúgu af seðlum í lófa hans. Náunginn sá, að honum var vel borgað og meira en það. Hann hjálpaði henni upp stigann og beið við skipshliðina, ef þessi örláti far- þegi kynni að vilja komast á land aftur. En allt í einu heyrði hann, að festar voru dregnar upp; brátt fór skrúfan af stað, og skipið leið frá honum út í myrkrið. Er hann sneri bátnum til þess að róa í land, heyrði hann konu reka upp neyðaróp á þilfari skipsins. „Þetta kalla ég nú hundaheppni," tautaði hann, „en betra hefði samt verið, að ég hefði aldrei fengið aurana." Þegar Jane Clayton sté á þilfar Kincaid, virtist henni skipið alleyðilegt. Hún sá ekkert til þeirra, er hún leitaði að, svo hún hélt áfram að leita að manni sínum og syni, sem hún vonaði að finna umsvifalaust. Hún skundaði til káetunnar, sem var að hálfu leyti ofan þilja. Þegar hún skundaði niður stigann inn f að- alsalinn, sem umkringdur var herbergjum yfirmannanna, tók hún ekki eftir því, að hurð beint á móti henni var kippt aftur. Hún fór þvert yfir salinn, hægði svo á sér og stansaði utan við hverja hurð, hlustaði og tók í húninn. Steinþögn var. Henni fannst, sem hjartaslög sín vektu hinn mesta hávaða í skipinu. Hún opnaði hverja hurðina af annarri. Öll herbergin voru mannlaus. Hún var svo áköf, að hún tók ekkert eftir, þó vélin hreyfðist, og skrúfan hamaðist. Nú kom hún að síðust'u hurðinni hægra megin. Um leið og hún opnaði hana, þreif maður hana, dökkur á brún og brá, og dró hana inn fyrir dyrnar. Við þessa óvæntu árás varð hún gripin ótta og rak upp hátt hljóð; maðurinn smellti hendinni fyrir munn hennar. „Ekki fyrr en við erum komnir lengra frá landi, góða mín,“ sagði hann. „Þá máttu skrækja höfuðið af þér.“ 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.