Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 28

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 28
 Allir gluggar stóðu opnir á þessu kostulega húsi, og söngur og tónar kórsins bárust um alla jólaborg- ina — já, þvílíkir listatónar. Þeir skemmtu sér lengi við að horfa á jólaumstangið í glerhúsinu. Loks héldu þeir nú samt áfram eftir götunni, sem iðaði af jóla- umferð. Stundum þutu jólastrákar fram hjá þeim á skíða- sleðum; þeir voru að sendast í ýmsum erindum fyrir jólin. Þeir mættu líka á leið sinni jólabörnum, sem teymdu magasleða á eftir sér hlaðna varningi. Dengsi leit alltaf við, þegar þeir mættu krökkum á hans aldri, — sumir þeirra veifuðu til hans og brostu vingjarnlega. í hlfðunum inn af bænum voru fjölmargir jóla- krakkar að renna sér á skíðum niður brekkurnar — og á einum stað var stökkbraut — og einmitt þegar þeir Dengsi og afi voru að virða fyrir sér hópinn, þá stökk einn jólastrákur fram af stökkbrautinni. Hann sveif hátt í loftinu og hélt skíðastöfunum beint út frá síðunum — eins og svanur á flugi flaug hann niður á jörðina og þaut eins og elding eftir hjarn- inu. BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR ER Á LAUGAVEGI 56 - SÍIVII 14235 „Húrra, húrra,“ hrópuðu allir jólakrakkarnir einum rómi, og sigurvegarinn gekk hróðugur upp brekk- una til vina sinna. Nokkurn spöl frá snæþöktum hæðunum var speg- ilgljáandi svell, það var Jólaborgar-tjörnin, þar sem jólabörn á skautum þutu eftir svellinu eins og fuglar á flugi, — já, þvílík ferð. Þar voru margir krakkar sem héldu sér hver aft- an í annan í halarófu, er liðaðist eftir ísnum. Þar var líka ungur listskautasnillingur, sem sýndi listir sínar og sveiflaði sér í ótal hringjum og hoppum eins og skopparakringla svo varla varð auga á fest, — þvílíkar kúnstir hafði Dengsi aldrei séð fyrr. En þeir urðu nú að halda áfram, svo þeir gengu meðfram húsunum, sem voru niður við skíðabrekk- urnar. Þar stóðu margar jólamömmur í opnum glugg- um og hrópuðu á börn sín, er voru að renna sér á skíðum eða skautum — þau áttu að fara í sendiferð eða hjálpa til í jólaönnunum — en sumir krakkarnir gegndu ekki. Þá komu mömmurnar út á svalimar með sóp — og þurfti þá ekki meira, þau komu á harðahlaupum og hrópuðu: „Ég er að koma, mamma mín,“ eða „ég kem strax.“ Já, mikill skelfingar hraði var á öllu í Jólaborginni. Ennþá héldust þeir afi og Dengsi hönd ( hönd um göturnar með hann Brand á hælum sér, og ávallt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.