Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 28
Allir gluggar stóðu opnir á þessu kostulega húsi,
og söngur og tónar kórsins bárust um alla jólaborg-
ina — já, þvílíkir listatónar. Þeir skemmtu sér lengi
við að horfa á jólaumstangið í glerhúsinu. Loks héldu
þeir nú samt áfram eftir götunni, sem iðaði af jóla-
umferð.
Stundum þutu jólastrákar fram hjá þeim á skíða-
sleðum; þeir voru að sendast í ýmsum erindum fyrir
jólin. Þeir mættu líka á leið sinni jólabörnum, sem
teymdu magasleða á eftir sér hlaðna varningi. Dengsi
leit alltaf við, þegar þeir mættu krökkum á hans
aldri, — sumir þeirra veifuðu til hans og brostu
vingjarnlega.
í hlfðunum inn af bænum voru fjölmargir jóla-
krakkar að renna sér á skíðum niður brekkurnar —
og á einum stað var stökkbraut — og einmitt þegar
þeir Dengsi og afi voru að virða fyrir sér hópinn,
þá stökk einn jólastrákur fram af stökkbrautinni.
Hann sveif hátt í loftinu og hélt skíðastöfunum beint
út frá síðunum — eins og svanur á flugi flaug hann
niður á jörðina og þaut eins og elding eftir hjarn-
inu.
BÓKABÚÐ ÆSKUNNAR ER Á
LAUGAVEGI 56 - SÍIVII 14235
„Húrra, húrra,“ hrópuðu allir jólakrakkarnir einum
rómi, og sigurvegarinn gekk hróðugur upp brekk-
una til vina sinna.
Nokkurn spöl frá snæþöktum hæðunum var speg-
ilgljáandi svell, það var Jólaborgar-tjörnin, þar sem
jólabörn á skautum þutu eftir svellinu eins og fuglar
á flugi, — já, þvílík ferð.
Þar voru margir krakkar sem héldu sér hver aft-
an í annan í halarófu, er liðaðist eftir ísnum. Þar
var líka ungur listskautasnillingur, sem sýndi listir
sínar og sveiflaði sér í ótal hringjum og hoppum
eins og skopparakringla svo varla varð auga á fest,
— þvílíkar kúnstir hafði Dengsi aldrei séð fyrr.
En þeir urðu nú að halda áfram, svo þeir gengu
meðfram húsunum, sem voru niður við skíðabrekk-
urnar. Þar stóðu margar jólamömmur í opnum glugg-
um og hrópuðu á börn sín, er voru að renna sér á
skíðum eða skautum — þau áttu að fara í sendiferð
eða hjálpa til í jólaönnunum — en sumir krakkarnir
gegndu ekki. Þá komu mömmurnar út á svalimar
með sóp — og þurfti þá ekki meira, þau komu á
harðahlaupum og hrópuðu: „Ég er að koma, mamma
mín,“ eða „ég kem strax.“ Já, mikill skelfingar hraði
var á öllu í Jólaborginni.
Ennþá héldust þeir afi og Dengsi hönd ( hönd um
göturnar með hann Brand á hælum sér, og ávallt