Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 95
KATTASKÓLINN
Þessi mynd úr kaitaskólan-
um skýrir sig a3 mestu leyti
sjálf. Þó gæti þaS vafist fyrir
ýmsum að búa til sögu eftir
myndinni. Vill eitthvert ykkar
reyna, lesendur góðir?
setjast á hækjur og hreyfa mig (
þeim stellingum, ef ég vildi fá þá til
að fylgja mér. Þetta var sem nærri
má geta heidur óþægilegt. En enn-
þá meiri óþægindi bakaði mér sú
staðreynd, að andamóðirin gargar
í s.fellu. Ef ég hætti ( hálfa mlnútu
að syngja „Kvegegegeg", urðu háls-
ar unganna lengri og lengri (en það
svarar til þess, þegar barnsandlit
„verður langt“ af undrun), og ef ég
tók ekki undir eins til að garga aft-
ur, fóru þeir að „gráta“ sárlega.
Jafnskjótt og ég þagnaði, virtust
þeir halda, að ég væri dauður eða
þætti ekki lengur vænt um þá. Og
það er nóg ástæða til þess að gráta!
Reynið að ímynda ykkur þetta: að
mjaka sér áfram á hækjum sínum
og garga I sífellu í fullar tvær stund-
ir!
B1
[ þágu vísindanna hef ég klukku-
stundum saman gegnt þessu lýjandi
starfi. Á hvítasunnudag fór ég fram
og aítur — á hækjum mínum og
s'gargandi — með dagsgamla
stokkandarungana um vorgræna
grasflötina í garðinum mínum. Ég
var i sjöunda himni yfir því, hve
ungahópurinn, sem vappaði eftir
mér, hlýddi mér fljótt og vel. En
einu sinni, þegar ég leit upp, sá ég
að mörg nábleik andlit störðu á mig
yfir girðinguna. Þetta var þá ferða-
mannahópur, sem horfði á hið ó-
skiljanlega atferli mitt með skelf-
ingu. Og það var ósköp eðlilegt:
Þeir sáu þarna einungis stóran
mann með alskegg, sem skreíddist
á hækjum sínum um grasflötina í
ótal bugðum, lítandi annað veifið
um öxl og slgargandi. En ungana,
sem hefðu getað skýrt fyrir þeim
málið, gátu þeir því miður ekki séð,
því að þeir voru á kafi í grasinu.
93