Æskan

Árgangur

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 63

Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 63
að hún hefði rifið annan vænginn í þyrnirunna. „En bráðum næ ég mér aftur og get þá flogið á burt.“ „Nei,“ sagði Þumalína, „það er svo kalt úti, bæði frost og hríð. Þú ættir því að vera hér kyrr í hlýju sænginni þinni, og ég skal stunda þig, vertu óhrædd um það.“ Allan veturinn annaðist Þumalína um svöl- una og þótti mjög vænt um hana. Er dagarnir urðu langir og sólin skein skært, vildi svalan áköf halda á burt. „Komdu og fljúgðu með mér, Þumalína," sagði svalan. „Þú getur setið á baki mínu og séð himin- blámann og grænar trjákrónurnar og við getum flog- ið langt út I grænan skóginn." Þumalínu langaði til þess að fara, því henni var farið að leiðast að lifa í dimmri holunni, en hún vissi að akurmúsinni myndi finnast einmanalegt, ef hún færi. „Ég get ekki komið með þér í þetta sinn,“ sagði hún. „Það var leitt,“ sagði svalan. „Mér þykir sárt að skilja þig hér eftir, en einhvern tíma kem ég aftur. Vertu sæl, góða, yndisfagra stúlka." Og svalan flaug út í sólskinið. Þumalína horfði á eftir henni og vökn- aði um augu, því henni þótti svo vænt um svöluna. Akurmúsin gat alls ekki skilið, hvernig í ósköpunum nokkurn gæti langað til þess að fara út úr þægilegri, dimmri holu og út undir beran himinn. „Vertu hérna áfram, því hér inni í holunni er ekk- ert sólskin, sem blindar augun,“ sagði hún við Þumalínu, og mánuðum saman kom vesalings litla stúlkan varla nokkru sinni út úr músarholunni. En dag nokkurn heyrði hún sungið: „Ví, ví!“ úti fyrir holumunnanum. Það var svalan litla, sem var komin aftur og lét til sín heyra. Hún varð mjög glöð, er hún sá Þumalínu aftur. „Brátt kemur kaldur veturinn," sagði svalan, „og ég fer að leggja af stað til heitu landanna. Viltu verða mér samferða? Þú getur setið á baki minu, ef þú bindur þig með mittisbandi þinu við einhverja sterkustu .fjöðrina mína. Svo fljúgum við burt frá dimmu músarholunni — fljúgum langar leiðir yfir hafið og fjöllin til heitu landanna, þar sem er eilíft sumar. Sólskinið þar er skærara en hér og blómin dásamlega fögur. Komdu og fljúgðu með mér, yndis- lega Þumalína! Þú, sem bjargaðir lífi mfnu, þegar ég lá köld og sjúk hér í koldimmri músarholunni." Og í þetta sinn hrópaði Þumalína með fegins röddu: „Já, ég vil fara með þér!“ Hún settist á bak fuglinum og batt sig fasta eins og svaian hafði fyrir hana lagt, og svo lögðu þær af stað. Svalan flaug með Þumalínu hátt í loft upp og þær bárust með feikna hraða yfir úthafið stóra, skóga, fljót og yfir fjöllin háu, þar sem alltaf liggur snjór. Loftið svo hátt uppi var svalt, en Þumaiína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.