Æskan - 01.11.1975, Blaðsíða 88
Sögur Munchausens baróns
Ég sleppti sumum mjög markverðum þáttum úr
ferðasögu föður míns yfir Englandssund til Hollands,
en svo að þeir atburðir gleymist ekki með öllu, ætla
ég nú að segja ykkur frá þeim sem nákvæmast með
hans eigin orðum, eins og ég heyrði hann segja vin-
um sínum þetta oftar en einu sinni.
„Þegar ég kom til Hollands," sagði faðir minn,
„þá veittu þeir því eftirtekt þar, að mér var dálítið
þungt um andardráttinn. Landsmenn spurðu mig
hverju það gegndi, og sagði ég þeim, að reiðskjót-
inn, sem ég hafði setið á frá Harwich, kynni ekki
sund. Það er undarlegt einkenni þeirra dýra, að þau
geta ekki flotið eða komist áfram ofan á vatninu,
hann þaut með feikna ferð eftir sandbotninum milli
stranda, og rak milljónir af fiskum á undan sér, og
voru þeir margir alls ólíkir þeim, sem ég hafði
nokkru sinni séð áður, og höfðu hausana aftast á
sporðinum. Ég fór,“ sagði hann, „fram með hrika-
björgum nokkrum, jafnháum Mijndíufjöllum, og er
mælt að hæstu tindar þessara sæbjarga séu 100
faðmar og þaðan af meira frá mararbotni. í hlíðum
þessara hamrafjalla voru margs konar tignarlegar
eikur, alsettar sjóávöxtum, svo sem humrum, kröbb-
um, ostrum, en engin minni en mannsbyrði. Allt
það af ávöxtum, sem kemur á land og haft er til
sölu, er af rýrari smælkistegundum, eða sjóskolað,
það er að skilja, að það eru ávextir, sem skolast
við ölduganginn af greinunum, sem þeir spretta á
eins og ávextirnir í görðunum okkar og falla við
stormana. Humratrén sýndust þar ávaxtaþéttust, en
krabbatrén voru hávöxnust og ostrutrén. Kufunga-
viðurinn er eins konar smáviður, sem vex upp að
Sagan af humartrjánum
86