Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 10

Skírnir - 01.12.1918, Side 10
280 Byggingnmálið [Skírnír ingamálinu hafa þeir útvegað oss e i n n mann, sem þó hefir ekki átt kost á rækilegri mentun í þeirri grein, ólíku vandasamari fræðigrein en vegalagning er. Og svo hafa þeir lagt farmgjald á hverja spýtu og hverja sementstunnu, sem vesaliugsmennirnir þurfa til húsagerðarinnar. Þó liefir þingið haft góðan vilja til þess að láta eitthvað gott af sér leiða, en lítið orðið úr fram- kvæmdunum. Eg hef undanfarna daga haft tækifæri til þess að hugsa um, hversu langt vér værnm komnir áleiðis i húsa- gerð. Hef verið að athuga ýmsar upplýsingar bænda um byggingu á nýjustu steinhúsum i sveitum. Þrátt fyrir það, þó oss hafi talsvert farið fram í húsagerð undanfarin ár, þá fæ eg ekki betur séð, en að ossskorti enn tilfinnanlega þckkingu á nálega öllum atriðum, sem að húsagerð lúta. — Eg skal reyna að skýra þetta nokkru nánar og sný mér þá fyrst að verkfræði8hliðinni. 1. Utveggihúsa gerum vér venjulega úr steypu- blöndu, sem er að visu nægilega sterk til þess að bera húsið (l : 4:8, stundum 1 : 5 :10 eða þar um bil), en sem drekkur þó stórlega vatn í sig. Altítt, að vatn gengur alla leið gegnum veggina á fleirum stöðum, þar sem ein- hverjir gallar hafa orðið á steypunni. Svo eru veggirnir sléttaðir að utan, en af því að húðin er fjærri því að vera vatnsheld, verður að mála yfirborðið með olíulit, sem bæði er dýr og endist illa. Þá er og títt að jarðbika veggina að innan til frekari tryggingar. Sé sléttunarhúðin ekki bráðlega máluð, springur hún öll sundur í smástykki og dettur að lokum af, ekki sízt ef sterk blanda er í húðinni,. sandur fínn og sementsvatn borið síðast á hana. Bersýnilega er þetta mesta basl. í Ameriku sýnist sú skoðun ryðja sér til rúms, að gera veggina úr svo Vandaðri, sterkri steypu, aðvatnsheld megi teljast (1 :2: 4 upp í 1:3:6) og húða, þá ekki, en aftur tiltölulega þunna.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.