Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 29

Skírnir - 01.12.1918, Page 29
rSkírnir] Erasmua frá Rotterdam 299 vegna þess, að hún tældi menn burt frá sannri yfirbót. Munkdómurinn var skaðlegur vegna þess, að hann taldi mönnum trú um, að þeir gætu af eigin rammleik áunnið guðs náð. I þessum atriðum var Erasmus aftur á móti rólegur. Kvíði um sálarheill hans kvaldi hann aldrei. Báðir komu þeir til Rómaborgar, Lúther og Erasmus. Báðir féllu í stafi yfir spillingunni þar. En áhrifin á þá voru þó næsta ólík. Erasmus dáðist að mörgu innan um spillinguna. Hann var hrifinu af listaverkunum í bænum. Hann dáðist að lærdómi og listfengi margra við páfahirð- ina. Hann fann hve alt var hér heflaðra og siðaðra en í ruddaskapnum norðurfrá. Lúther sýnist aftur á móti hafa verið blindur fyrir þessu öllu. Engin merki sjást um það, að hann hafi virt listaverkin í Róm viðlits. En hann skreið á hnjánum upp hinn heilaga stiga, til þess að ávinna 10000 ára syndalausn, og hljóp frá einni kirkj- unni til annarar. Og hjarta hans brann í honum, þegar hann hugsaði til þess, að á þessum háhelgu stöðum skyldu ekki mennirnir einnig vera heilagir í líferni sínu, heldur saurga staðinn með léttúð og illum lifnaði. Sagan hefir sýnt, að það var Lúther, sem lagðist dýpra. Skynsemin sýnist eiga svo undra lítinn þátt i hegðun mannanna og gangi sögunnar á örlagastundum mannkynsins. Það eru tilfinningarnar, sem leika þar höt'uð- hlutverkin. Skynsemi og hugsun megna lítið móti æstum tilfinningum. Þar verður önnur æst tilfinning að koma á móti. Jarðföstum björgum verður sjaldan ]yft. Þau verð- ur að sprengja. Erasmus vildi lyfta bjarginu. Hann hefði visast ekki getað það. En til þess kom heldur ekki. Hann var að byrja að neyta sín, þegar Lúther kveikti í tundrinu. V. Hvernig átti Erasmus að snúa sér í þessum nýju bylt- ingum? Að ýmsu leyti var hann hliðhollur andmælum Lúthers. Hann vissi, að syndalausnasalan var svívirða, þó að hann bygði það á öðru en Lúther. Hann sá að

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.