Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 49

Skírnir - 01.12.1918, Page 49
Skirnir] Um sendibréf 335> að að velja úr það, sem sérkennilegast var og heildarleg- ast af öllum þeim bréfagrúa, sem hann varð sér úti um til yfirlits. Hann hefir sökt sér niður í þetta starf af miklum áhuga, enda hefir honutn verið það Ijóst, að sendibréfin eru alveg frábær heimildarrit. Hann segir svo um einkabréfin í grein, sem hann hefir skrifað: »Einka’oréfið er kostuleg gersemi. Þegar menn taka sór það í hönd, þá er eins og finna megi œðaslátt líMns í þessu pappirsblaði, þar sem maður hefir látið í ijós tilfinningar og hugreuningar, sem að honum steðjuðu og urðu að ryðja sór einmitt þessa braut til annars manns. I eiukabréfinu eru altaf tvær sálir: þess, er ritaði, og hins, er við tók. I línunum og milli þeirra, í því, sem á er minst, og því, sem ekki er nefnt, í orðavali, frásögn og tæpitungu, koma þeir báðir í Ijós með nútíð sinni og fortfð og öllum andlegum einkennum. Einkabrófið er fundur tveggja manna án þess að vitni séu við. Og það fnndur, þar sem fjarlægðin jók þrána, skyrði hugs- unir.a og dró úr feimninni. Á okkar öld urðu til bókmentir, sem leituðust við, með því að skilgreina mannssálina, að fletta sundur fjólbreytui lífsins með tilstyrk listarinnar, svo að okkur yrði í augum uppi. Saunsögli þessara bókmenta hlytur oft að verða að engu hjá óbrotnum bréfum nafnlausra manna, pappírsbleðlum, sem einlægt eru á glötunarbarmi. Þau eru á bál borin þegar eitthvað amar að; þau eru látiu i kistuna hjá hinum látna; þau fara forgörðum þegar tekið er til í gömlum hirzlum af nýjum mönnum, er rúm þurfa fyrir bréf úr eigin æfi........ Það er mál til komið, að það verði skilið og viðuikent, hversu ómetanlega mikilsvert einkabréfið er sem mannlegar menjar. í öllum bókasöfnum, hvar sem er, er safnað saman prentmili, alt niður í ómerkilegustu leikhúsauglýsingar, til vitnis um manns- andann í ýmsum greinum. Bróf hafa líka verið geymd frá körlum og konurn, sem breytileg virðing breytilegra tíma hefir talið mikils- verð. En blind tilviljun var látin um að halda í örfáar leifar af öllum þeim brófum og dagbókarbrotum, þar sem sjálfar kynslóðirnar, sem koma og hverfa, hafa lýst lífi sfnu, og hvergi eins afdráttarlaust, með öllum innileika þeirra og smámunasemi, göfgi og lítilmensku«.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.