Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 46

Skírnir - 01.12.1918, Side 46
332 Um semlibref [Sklrnir' en annarstaðar, margar sannar myndir talaðrar tungiu íslenzka málssögu væri hægara að semja, ef til væri þó að ekki væri nema t. d. Vio hluti af öllum sendibréfum, sem skrifuð hafa verið hér á landi, skift niður á aldirnar að réttu hlutfalli. — Og náskylt málinu, eða einn þáttur af þvi, er stílfærið. Bréfin verða einatt nákvæmasta leið- beiningin um stíleiuáenni hverrar aldar í öllum myndum. Þau sýna okkur, að hugsanabúningurinn er oft, eins og hugsanirnar sjálfar, líkur hjá skyldum stéttum, og margt og margt fleira, sem er athugunarefni stílfræðingum. Bókmentagildi hafa bréfln oft ómetanlegt. Oft getur verið meira bragð að einu stuttu bréfi en heilum bókum, sem taldar eru til bókmenta. Eg þarf ekki að nefna nema Þin^valiabréf og Gamanbréf Jónasar Hallgrímsson- ar Þá er ekki einkisvirði að hafa til bréf frá þeim mönnum, sem bókmentasagan á að fjalla um. Þau veita oft traustari skilning á höfundinum og nákvæmari fræðslu um hann en önnur verk hans geta látið í té, draga fram í birtuna margt, sem þar var áður í myrkrunum hulið, sýna okkur kjör lians og hugarfar og baráttu fyrir lífinu, skýra fyrir okkur, úr hvaða jarðvegi hann er sprottinn, o. s. frv., oft með sannari litum en önnur gögn geta veitt, eða að minsta kosti verða öðrum skilríkjum til uppfylling- ar. Af því, sem út hefir veriö gefið, get eg ncl'nt t. d. bréfkafla frá Jóni Borgfirðingi í grein utn hann í Skírni fyrir nokkrum árum, bréf frá síra Páli Sigurðasyni frá Gaulverjabæ, sem komu út í Oðni ekki alls fyrir löngu, og bréf Tómasar Sæmundssonar, sem líklega er Jónasi Hallgrimssyni að þakka að til eru, því að hann hefir ekki eingöngu haldið saman öllum bréfum Tómasar til sín, heldur líka í einu bréfi sínu tii Konráðs Gíslasonar hvatt hann til að gera slíkt hið sama, en til þessara tveggja manna eru flest merkustu bréf Tómasar. Þegar lesin eru slík bréf, þá geta menn ekki annað en viðurkent, að mað- urinu hefði aldi ei orðið jafn-vel eða rétt skilinn án þeirra. En þarna er nú aftur komið að persónusögunni, enda má segja, að hún sé undirstaða undir sögu allra málefna.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.