Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.12.1918, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.12.1918, Blaðsíða 50
.336 Um sendibréf [Skirnir Þessi lýsing Karls Larsens á meðferð sendibréfa, þar sem hann þekkir til, á ekki síður við hér. Við höfum orðið fyrir óbætanlegu bréfatjóni. Og, það sem verst er, á bréfum verða enn skaðar á hverju ári. Raunar hefir stöku maður haldið saman og ráðstafað á réttan hátt bréf- um, sem honum hafa safnast, en það er ekki nema und- antekning. Aftur hafa aðrir, og þeir eru, sem betur fer, nokkru fleiri, varðveitt bréf, sem þeir hafa fengið frá merkum mönnum, eða mönnum, sem voru orðnir merkir menn áður en bréfunum var glatað. Því er t. d. bréfa- safn Jóns Sigurðssonar orðið jafnstórvaxið og það er. En af þess háttar bréfum frá nafngetnum mönnum sögunnar hefir eldurinn þó tekið í sinn hlut allan obbann, sjálfsagt hér á íslandi marga vættarbagga. Þá er ekki smáræði af bréfum glatað, sem gert hefðu höfundana að merkum mönnum, ef til hefðu verið, en nú eru ekki einu sinni til nöfn á, eða þá nöfnin ein, sem enginn tekur eftir, í línu og línu á stangli í kirkjubókunum. — Og síðast, en ekki sízt, allur sá aragrúi af öðrum sendibréfum, sem málið og menningarfræðin, sagan af íslenzku þjóðinni, hefir mist í margan snaran þátt af sjálfri sér. Ef ö)l þessi glötuðu bréf væru nú komin hingað og væru hér úti fyrir, og við værum beðnir að ganga út og gera að þeim bál, mundi líklega fæst okkar vilja verða til þess. En þctta er ekki meira en menn hafa gert og gera enn alment, hver í sinu horni. Það væri ekki ann- ar munurinn en sá, að okkur hlotnaðist að horfa á þá stórkostlegustu nýársbrennu, sem sést hefir á Islandi. Menn hafa farið hér afskaplega gálauslega með bréf sin, og gera enn, alt of margir. Sendandinn hefir venju- lega ekki þurft að skrifa: »Brendu bréfið« eða »ónýttu þennan miða«. Viðtakandinn hefir samt hent þeim eða brent jafnóðum eða fyrir dauða sinn, eða þá skilið þau eftir sig ráðstöfunarlaust, og síðan hafa afkomendurnir týnt þeim eða glatað á annan hátt. Þessi meðferð á bréfunum stafar ýmist af hugsunarleysi eða af ásköpuðu pukri með sendibréf sín, eða af hvorutveggja.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.