Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 38

Skírnir - 01.12.1918, Page 38
324 Erasmus frá Rotterdam [Skírnir árin færðust yfir liann. Og þegar dauðinn svo loks kom, gat hann fagnað honum sem vini. Það var 12. júlí 1536. Þá var Erasmus í Basel, en þar hafði hann alið aldur sinn lengst af hin siðustu æfiár sin. Hann var jarðaður í dómkirkjunni með mikilli viðhöfn Erasmus er i flestu einstakt barn sinna tíma, svo að lesa má aldarandann út úr persónu hans og skrifum. En þó verður því ekki neitað, að hann átti fálmarma, sem gripu óraveg fyrir sig fram, og könnuðu huldulönd fram- tíðarinnar. Má þar 'éinkum nefna baráttu hans fyrir and- legu frelsi, sem í ýmsu minnir á vorn tiraa. Hann vekur upp frumheimildir kristninnar og vill byggja á þeim ein- um Hann vill afnema. einokun og einveldi trúfræðinnar. Umburðarlyndi hans og hatur á öllu ofsóknafargani fer og i sömu átt. En það, sem dró úr áhrifum hans, var fyrst og fremst það, að samtíð hans fylgdi honum ekki. Til þess að ná tuttugustu riminni þurfa flestir að feta hinar nítján. Það eiga ekki nema svo fáir vængi snillingsins. Giettir fekk sitt ólán af sjálfri atgerfinni. Fyrir hana fekk hann álög- urrar Gláms Erasmus scé svo margnr tröppur, að hann stóð einn uppi. Það voru álögurnar, sem liann hlaut fyrir sína atgerfi. Annað var það, að liann hitti á slika byltingatíma, hann, andstæðingurinn allra byltinga. — En auk þess var sá hlutur á ráði lians, sem hlaut að draga úr áhrifum lians í trúarbrögðunum, en hann var sá, að þau ristu of grunt hjá honum ejálfum. Iiann var vísindamaður og snillingur. Það var mest fyrir áhrif frá vinum hans hinum ensku, að hann hneigðist að kirkjunni. og trúmálunum yfirleitt. En trúarhitinn gat aldrei náð hjá. honum suðumarkinu. Þar var altaf nýmjólkurvelgjan. Og þegar jarðhitinn eykst, svo að hver hola og hver pytt- ur gýs vellandi vatni, þá er hætt \ ið, að sú laugin gleym- ist, sem aldrei getur nema volgnað.

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.