Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.12.1918, Side 41

Skírnir - 01.12.1918, Side 41
■■Skirnir] Um sendibréf 327 .xtiunni. Stigin voru mörg og mismunandi. Það má nefna nokkur: Æruverðugur, velæruverðugur og láæruverðugur, veleðla, velborni og vel- b y r ð u g i eða velburðugi, háeðla og hável- b o r n i, s i g n o r og m o n s j e r, alt eftir því, hver ávarpaður var. En um allan þorra manna var aftur ekki annars getið en að þeir væru með öllu ærulausir, óeðla óbui'ðugir og jafnvel óbornir. Eg ætla að nefna hér örfá dæmi af handahófi um ávörp og kveðjuorð í bréfum milli islenzkra embættis- manna á 18. öld, meðan þessi svonefndi kansellístíll var i algleymingu. Skólameistari í Skálholti ávarpar sýslumann: »Göfugi, vísi og velaktaði hr. præses, mikils virðandi elskulegi vin!« Kveðjuorðin eru þessi: »Enda eg svo þetta með forlátsbón, óskum allrar velgeingni og þjenustusamlegri beilsan til hans göfugheita, samt hans dygð- elskandi kærustu, og vil svo ætíð finnast göfuga hr. præsidis þjenustu reiðubúinn vin og þjenari.« Og’á fótinn skrifar hann: »Göfugum, vísum og velöktuðum kongl. majest’3 valdsmanni í ísafjarðarsyslu Segnr Markúsi Bergssyni, mínunr æruvirðandi fautori, sendist þetta þjenustusamlega að Ogri. Þá kemur ávarp prests til skólameistara í Skálholti: »Velæruverðugum og hálærðum mauni Sr. Jóni Thorkelssyni, mínum æru- og elskuverðum fautori, óska eg allsháttaðrar lífs og sálar sannrar farsældar æfinlega.« Loks tek eg til dæmis ávarp frá presti til amtmanns: »Háeðla og velbyrðigi herra amtmann, háttvirðandi elskulegi herra.« Niðurlag bréfsins hljóðar svo: »Forlátið þetta í mesta hasti. sem eg enda með minni auð- •mjúkustu heilsau til yðar, minn háeðla herra, yðar velbyrðigrar

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.