Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 53

Skírnir - 01.12.1918, Page 53
Skírnir] Um sendibréf 3S& vera neitt einstætt. En þó að þetta bréf standi í sýnis- bók íslenzkra b'!'kmenta, þá hafa orðið til á þeirri tíð mörg jafnmerk bréf og þaðan af merkari. Og hver fær ekki enn bréf, sem eru efnismeiri en þetta bréf — bréf, sem geyma ýms atvik, lýsingar, setningar, hugsanir, sem hvergi sjást annarstaðar. Og þessi rit megum við ekki missa, þvi að við eigum ekki enn þá rithöfunda, sem segja okkur jafnsatt frá og segja frá jafnmörgu. Siggu- tetur hefir þarna í stuttu bréíi orðið frábær rithöfundur fyrir sína stétt, og hver stétt á marga jafngóða rithöfunda, og hér fer eins og annarstaðar, einn bætir annan upp, og það, sem einn sleppir, tekur annar. Þá er það pukrið með sendibréfin. Það kann nú oft að vera sprottið af því, að menn eru dulir í gerðinni, en þó er það ekki altaf svo. Mér finst eg hafa orðið þess var um suma menn, sem annars eru ekki dulir, að þeir fara með bréf, sem þeir fá, eins og manns morð, sýna þau ekki einu sinni sínum nánustu, og það þótt bréfin séu laus við alla leyndardóma. Það er eins og sumum þyki alveg sérstaklega ástatt um sendibréf, ekki veit eg af hverju. Eg gæti trúað því, að erfitt sje að hafa bréf út úr þeim mönnum, eða telja þá á að halda þeim saman til varðveizlu. En nú er svo oft, að bréfin geyma það, sem kallað er leyndarmál, það, sem vinur segir vini í trúnaði og á ekki að fara lengra. Nú þykir okkur leitt, ef þessi leynd- armál eiga að svifta okkur merkilegustu bréfum, sem ein- mitt geta verið merkileg fyrir þessa leyndardóma, því að þar, sem einn skrifar öðrum leyndarmál, er hreinskilnin með hönd á penna. En nú er það aðgætandi, að þessi svo kölluðu leyndarmál eru venjulegast einhver atvik, sem oftast varða sendanda eða viðtakanda, og eiga að fara dult í þann og þann svipinn, en eftir 1 eða 2 ár eða lengri tíma eru þetta engin leyndarmál framar. Bréfa- eigandinn, eða sá, sem lætur eftir sig bréf, getur líka alt- af girt fyrir, að þessi leyndarmál verði uppvís eða heyr- inkunn fyr en eftir tiltekið árabil, sem hann getur 22*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.