Skírnir

Volume

Skírnir - 01.12.1918, Page 85

Skírnir - 01.12.1918, Page 85
Skirnir] Ritfregnir 371 honum forrœði fjár síns. En þegar hún nú sór, hvernig hann fer með kerlingartetrið hana Grítnu, og að hann ver fé sínu, á sama hátt sem öðru fé, til þess að fóflétta aðra og græða óhófsamlega, opnast augu hennar til fulls, og hún fer til Gunnsteins að leita aðstoðar hans. Og hann verður henni mikil hjálparhella bæði gegn Jósafat og líka á annan hátt. Hann bjargar henni sjálfri, syni hennar og vinstúlku úr brunanum, og kemur hann fram hór sem hin mesta hetja. Saga þessi er þannig ein prédikun út af boðorði Jóhannesar postula: »Þór elskaðir, elskum hver annan«. Við eigum allir að- lifa í sambýli. Við getum meira að segja ekki, þótt við vildum, slitið okkur úr sambandinu við aðra. Og þetta samband, þetta sambýli nær út yfir gröf og dauða. Gunnsteini finst hann sjálfur standa i sambandi við æðri völd; það eru þau, sem gefa honum þessa öruggu vissu. En hann er dulur og minnist ekki á þetta við nokkurn raann. — Við dánarbeð Jósafats stendur draugurinn, sem einatt hefir elt hann, og ógnar honum með, að hann verði í sambýli við sig hinu megin, eins og hann hefir hingað til verið f lífinu. — Og Sigurður litli, sonur frú Finndal, sem hefir megna óbeit á Jósafat (einB og títt er um börn, að þau hafi ósjáifráða óbeit á sumum mönnum), en aftur á móti hefir hið mesta dálæti á lækninum, lifir í sífeldu sambýli við Lilla bróður sinn, sem er »fyrir handan tjaidið«. Þessi dularfullu fyrirbrigði, Bem hafa sést í seinustu bókum skáldsins, hneyksla suma menn. En það er engin ástæða til að hneykslast. Þetta er trú skáldsins, sem er einB og önnur trú. Ekki rýrir Ásatrúin listagildi eddukvæðanna, nó Mú- hameðstrú listagildi »þúsund og einnar nætur«. Og skáldið heldur engan veginn trú sinni að okkur, því hann segir ekki frá neinu, sem hefir ekki oft og einatt komið fyrir og hver maður getur skýrt eftir vild. Og jafnframt er sagan prédikun á móti eigingirninni, sem skáldinu finst, að komi svo átakanlega í ]jós / braski því, sem ein- kennir einkum þessa síðustu og verstu tíma — einnig hór. Höf- undurinn lætur Jósafat lýsa þessari brallara- og gróðagirnisstefnu — óbeinlínis svo sem skáldi sæmir — með því að v e r j a hana gegn mótbárum frú Finndal. Jósafat segir m. a.: Ef menn fengju ekki fó fyrir hyggindin, vitið, þá græddu þeir aldrei neitt........ Viljið þér þá engan gróða, frú Finndal? Allur gróði er fenginn með því að hafa af öðrum.............Það er alt rangfenglð, ef þór viljið leggja á það elnhvern himneskan mælikvaröa.........Hvernig. 24*

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.